Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Norðmenn fjárfesta í íslenskum vindi

Norska vindorkufyrirtækið Zephyr hefur stofnað dóttur­fyrir­tæki á Íslandi; Zephyr Ice­land. Mark­miðið er að reisa hér vind­myllur og vind­myllu­garða og bjóða um­hverf­is­væna raforku á hag­kvæmu og sam­keppn­ishæfu verði. Í þessu skyni hyggst fyrir­tækið á næst­unni m.a. verja veru­leg­um fjár­mun­um til rann­sókna á vind­að­stæð­um á Íslandi.

Norsk sveitarfélög og fylki

Norska Zephyr er í eigu þriggja norskra vatns­afls­fyrir­tækja. Þau eru Glitre Energi, Vard­ar og Øst­fold Energi. Þessi þrjú fyrir­tæki eru öll í eigu norskra sveit­ar­fél­aga og fylkja. Fram­kvæmda­stjóri Zephyr á Íslandi er Ketill Sigur­jóns­son, sem jafn­framt er hlut­hafi í fyrirt­ækinu.

Meira en 500 MW í rekstri

Zephyr hefur verið leiðandi í nýt­ingu vind­orku í Noregi og hefur þeg­ar reist meira en 300 MW af vind­afli þar í landi. Sú fjár­fest­ing jafn­gildir meira en 35 milljörð­um ís­lenskra króna. Fyr­ir­tækið er nú að reisa þar nýjan 200 MW vind­myllugarð og verður því senn með um 500 MW af vindafli í rekstri. Það jafngildir raf­orku­notkun um 75 þúsund norskra heimila.

Öflugir samstarfsaðilar

Zephyr býr yfir mikilli tæknilegri þekkingu og víðtækri reynslu á öllum þáttum vind­orku­verk­efna og nýtur góðra viðskiptasambanda við ýmsa sterka fjárfesta og fyrirtæki. Meðal nokk­urra helstu við­skipta­vina Zep­hyr í verkefnum fyrirtækisins fram til þessa eru álfram­leið­and­inn Alcoa, fjár­fest­inga­fyrir­tækið Black Rock og tæknirisinn Google.

Zephyr-Tellenes-wind-parkVið stofnun Zephyr Iceland var eftirhafandi haft eftir stjórnarmönnum félagsins:

Olav Rommetveit, forstjóri norska Zephyr og stjórnarformaður Zephyr á Íslandi: Ísland býr yfir geysilega góðum vindaðstæðum og jafnvel enn betri en eru í Noregi. Ég er afar ánægð­ur með þá ákvörðun stjórnar Zephyr að Ísland verði fyrsti markaður okkar utan Nor­egs. Vindurinn á Íslandi, ásamt sveigjanleikanum sem íslenska vatnsaflskerfið býr yfir, skap­ar Íslandi óvenju gott tækifæri til að nýta vindorku með ennþá hagkvæmari hætti en í flest­um öðrum löndum. Samhliða því að íslensk vindorka getur aukið hagsæld á Ís­landi, munu verkefni Zephyr Iceland skapa nýjar tekjur fyrir bæði landeigendur og sveitarfélög.

Morten de la Forest, stjórnarmaður í Zephyr á Íslandi:

Zephyr hefur undanfarið kannað íslenska raforkumarkaðinn ítarlega, ásamt viðeigandi lög­gjöf og stefnu stjórnvalda. Fyrirtækið sér áhugaverð tækifæri til nýt­ing­ar vindorku á Ís­landi og sterkar vísbendingar eru um að íslensk vindorka verði sam­keppnis­hæf við bæði vatns­afl og jarðvarma. Íslenska vind­orku­fyrir­tækið Zephyr Iceland mun njóta góðs af sér­þekk­ingu og reynslu norska móð­ur­félagsins og hefur alla burði til að þróa hér verkefni sem munu reynast bæði hag­kvæm og umhverfisvæn.

Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi:

Á síðustu árum hefur vindorka orðið sífellt ódýrari og hagkvæmari. Það er því sann­ar­lega  tíma­bært að byrja að nýta vindinn hér á Íslandi til raforkuframleiðslu og þannig stuðla að enn sterkari sam­keppnishæfni Íslands. Um leið er afar hvetjandi að hafa feng­ið svo öflugt og reynslu­mikið fyrirtæki til samstarfs sem norska Zephyr er. Rétt eins og í verkefnum Zep­hyr í Noregi, mun Zephyr Iceland leggja höfuð­áherslu á vandaðan undirbúning verk­efna og góða upplýsingamiðlun, enda er mikil­vægt að breið sátt ríki um uppbyggingu af þessu tagi. Fram­tíð Íslands er vindasöm og björt í senn.

-------

Nánari upplýsingar veitir Ketill Sigurjónsson (s. 863 8333). Starfsstöð Zephyr Iceland er að Kalk­ofnsvegi 2 við Hafnartorg í Reykjavík. Myndin hér að ofan sýnir vindmyllugarðinn Tellenes, sem Zephyr lauk við sumarið 2017. Hann er 160 MW og er öll raforkan seld til Google með langtímasamningi.


Frá Reins til Rivian

Rafmagnsbílum fer fjölgandi og verða sí­fellt betri. Í síð­ustu grein hér var rak­ið hvern­ig Nor­eg­ur er í far­ar­broddi raf­bíla­væð­ing­ar­inn­ar. Kannski mun­um við brátt sjá svip­aða þró­un hér á Ís­landi. Og kannski get­um við meira að segja bráð­um rennt inn á há­lendið - á rafmagns­jeppa!

Biðin eftir alvöru rafmagnsjeppa

Sá sem þetta skrifar hefur litið raf­bíla horn­auga. Eink­um vegna þess að drægi þeirra er ekki enn orðin nóg. þ.e. ekki enn­þá unnt að aka mjög langt án þess að end­ur­hlaða. En líka  vegna þess að enn eru ekki komn­ir fram raun­veru­leg­ir hag­kvæm­ir raf­magns­jepp­ar. Það kann þó að vera að breyt­ast. Og þar er kannski áhuga­verð­ast­ur bíll sem kall­ast Rivian. Þetta er ansið lag­leg­ur jeppi, sem á að geta far­ið um 600 km á einni hleðslu.

Flottur rafmagnsjeppi dregur að sér fjárfesta

Það er athyglisvert að ­ver­ið setti Ford 500 millj­ón­ir doll­ara í þróun Rivian. Og ör­­um mán­­um fyrr fjár­festi Amazon fyrir 700 mill­jón­ir doll­ara í Rivian. Það eru sem sagt marg­ir öfl­ug­ir að veðja á Rivian.

Rivian-green-2Rivian jeppinn er hug­ar­smíð ungs verk­fræð­ings,Robert J. Scaringe, sem hef­ur nú unn­ið að und­ir­bún­ingi Rivian í heil­an ára­tug. Og nú virð­ist sem draum­ur­inn sé loksins að verða að veru­leika. Fyrsti Rivian jepp­inn á að verða af­greidd­ur til kaup­anda á næsta ári (2020).

Rivian minnir á gamla góða græna Reinsinn

Greinarhöfundur er tals­vert spennt­ur fyrir þessum Rivian. Ekki bara af því þarna er um að ræða flott­an bíl og mik­il­væg tíma­mót í bif­reiða­fram­leiðslu. Það er nefni­lega svo að þessi græni Rivian minn­ir töluvert á gamla góða Reinsinn. Sem var árgerð 1971 og trygg­ur far­ar­skjóti fjöl­skyld­unn­ar í yfir ald­ar­fjórð­ung og meira en 400 þúsund km.

Range Rover var sann­kall­­ur tíma­móta­jeppi fyr­ir næst­um fimm­tíu ár­um. Og kannski er nú loks að koma að því að fall­egur og stíl­hreinn raf­magns­jeppi líti dags­ins ljós. En mun hann end­ast jafn vel og fyrsta týpan af Range Rover?


Rafbílabyltingin orðin að raunveruleika?

Er rafbílabyltingin loks brostin á? Hinn hag­kvæmi raf­magns­bíll hef­ur ans­ið lengi ver­ið rétt hand­an við horn­ið. Það þekkj­um við vel; við sem horfð­um af áfergju á Nýjustu tækni og vísindi hér í Den. Það er a.m.k. svo að í minn­ing­unni finnst grein­ar­höf­undi sem hann hafi horft á hverja raf­bíla­frétt­ina á fæt­ur ann­arri í þeim ágætu þátt­um fyrir margt löngu. Og að raf­bíla­bylt­ing­in hafi lengi verið alveg við það að bresta á.

Raf­bíla­tækn­inni hefur fleygt mjög fram á síð­ustu árum. Engu að síð­ur eru raf­bílar enn dýr­ari en hefð­bundn­ir bíl­ar með bruna­hreyf­il. En þetta er að breyt­ast hratt og mögu­lega mjög stutt í að kostn­­ur­inn verði svip­­ur og jafn­vel að raf­magns­bíl­arnir verði ódýr­ari en þeir hefð­bundnu. Það á þó enn eft­ir að koma í ljós hvort líf­tími stóru raf­hlaðn­anna upp­fylli kröf­ur neyt­enda um lang­an akst­urs­tíma. Einn­ig er enn óvíst hversu drægi hreinna raf­magns­bíla, þ.e. bíla sem hafa ein­ung­is raf­mót­or, kem­ur til með auk­ast hratt.

Síðustu árin hefur raf­magns­bílum fjölg­að veru­lega og það eru sí­fellt fleiri sem nú spá því að þess hátt­ar bíl­ar taki senn yfir fólks­bíla­mark­­inn. Það er samt óvíst hversu hratt raf­bíla­væð­ing­in mun ganga. Sá sem þetta skrif­ar mun t.a.m. lík­lega ekki kaupa sér raf­bíl fyrr en drægn­in á þokka­lega hag­kvæm­um raf­bíl verð­ur orð­in a.m.k. 400 km. En hver hef­ur sinn smekk. Í þess­ari grein er fjall­að um raf­magns­bíla og sér­stak­lega lit­ið til hinn­ar hröðu út­breiðslu raf­bíla í Nor­egi. Kannski mun­um við brátt sjá svip­aða þró­un hér á Íslandi.

Rafmagnsbílar brátt ódýrari en hefð­bundnir bílar

Vegna sífellt betri og ódýrari raf­geyma, auk þess sem sí­fellt fleiri bíla­fram­leið­end­ur eru að koma með nýja raf­magns­bíla, fer fram­leiðslu­kostn­­ur raf­magns­bíla hratt lækkandi. Vís­bend­ing­ar eru um að við nálg­umst nú mjög þau mik­il­vægu vatna­skil þeg­ar raf­­bíll­inn verð­ur ódýr­ari en hef­bundn­ir sam­bæri­leg­ir bíl­ar með sprengi­hreyf­il. Sam­kvæmt Bloom­berg New Energy Finance (BNEF) eru senni­lega ein­ung­is þrjú ár í að raf­magns­bíl­ar verði ódýr­ari en hefð­bundnir fólks­bíl­ar með bruna­hreyf­il. Um leið og það ger­ist gæti raf­magns­bíll­inn nán­ast yfir­tek­ið fólks­bíla­mark­­inn á undra­skömm­um tíma. Því um leið og raf­bíll­inn verð­ur hag­kvæm­asti kost­ur­inn mun fjöld­inn velja raf­bíl.

Skilgreiningar á rafbíl: Bara BEV eða líka tvinnbílar?

Áður en lengra er mikilvægt að muna að raf­magns­bíl­um er skipt í nokkra flokka. Helstu skil­grein­ing­ar sem gott er að kunna deili á eru BEV, PHEV og HEV. Í reynd eru þetta tveir megin­flokk­ar; hreinir raf­bíl­ar ann­ars veg­ar og tvinn­bíl­ar hins vegar. En sök­um þess hversu lítla drægni tvinn­bílar hafa á raf­hleðsl­unni, kann að vera hæp­ið að skil­greina slíka bíla sem raf­bíla. Þó svo það sé oft gert.

BEV er hinn eini sanni rafbíll

BEV stendur fyrir Battery Electric Vehicle. Slík­ar bif­reið­ar eru með raf­mót­or og ekki með bensín- eða dísel­vél (sem sagt ekki með bruna­hreyfil). Þeir eru hlaðn­ir raf­magni með því að stinga þeim í sam­band með raf­magns­tengli. Þeg­ar slík­ur bíll verður raf­magns­laus kemst hann ekki lengra. 

BEV eru sem sagt óháð­ir hefð­bundnu elds­neyti og frá þeim kem­ur því hvorki kol­tví­sýr­ing­ur né ann­ar óæski­leg­ur út­blást­ur. Um leið skipt­ir miklu, út frá um­hverf­is­sjón­ar­mið­um, hvern­ig raf­magn­ið sem bíll­inn not­ar er fram­leitt. Raf­bíll sem í reynd gengur á kola­orku er lítt um­hverf­is­vænn, ólíkt raf­bíll sem keyr­ir á raf­orku frá t.d. vind­myll­um eða vatns­afls­virkj­un. Bíl­ar sem flokk­ast sem BEV eru af ýms­um teg­und­um, en þeir þekkt­ustu eru lík­lega Niss­an Leaf og Tesla.

Tvinnbílar (PHEV og HEV)

Hinn flokkur raf­bíla eru bílar sem bæði ganga fyrir raf­magni og elds­neyti; eru sem sagt bæði með raf­mótor og með bruna­hreyfil. Á ensku nefn­ast þeir HEV, sem stend­ur fyrir Hybrid Electric Vehicle. Á ís­lensku eru þess­ir bíl­ar nefnd­ir tvinn­bíl­ar. Bif­reið­ar af þessu tagi eru ýmist með bún­að til að stinga þeim í sam­band eða að geym­ir­inn fyrir raf­mót­or­inn fær ein­ung­is hleðslu þeg­ar bíll­inn er á ferð. Fyrr­nefnda út­færsl­an kallast PHEV sem stend­ur fyrir Plug-in Hybrid Electric Vehicle, en á ís­lensku er þá tal­að um tengil­tvinn­bíla.

Tvinnbílar geta ekki ekið mjög langt á raf­hleðsl­unni, enda eru þeir ekki með eins öfl­ug­an raf­geymi fyrir akst­ur­inn eins og BEV.  Engu að síð­ur geta svona bílar dreg­ið veru­lega úr elds­neyt­is­notk­un, t.d. ef þeim er al­mennt ekið stutt­ar vega­lengd­ir (eins og t.d. í og úr vinnu). Raf­hleðsl­an dug­ar vel fyrir slík­an akst­ur. Ef ráð­ist er í  lengri ferð­ir á tvinn­bíl tek­ur bensín­vél­in (eða dísel­vélin) við þeg­ar raf­hleðsl­an er búin. Dæmi um teng­il­tvinn­bíla eru t.d. Chevro­let Volt og Mitsu­bishi Out­lander. Og þekkt­asti tvinn­bíll­inn er lík­lega Toyota Prius.

Loks má minna á að bíl­ar koma einn­ig í þeirri út­færslu að vera með efna­rafal, sem breyt­ir eld­sneyti í raf­magn. Þar eru vetn­is­raf­alar hvað athygl­is­verð­ast­ir og dæmi um slík­an bíl er breski River­simple. Vetn­is­bíl­ar virð­ast þó eiga und­ir högg að sækja og telj­ast vel að merkja ekki til rafbíla.

Rafbílavæðing Norðmanna fyrirheit um það sem koma skal?

Það sem einkum hefur haldið aftur af fjölg­un raf­bíla er sú stað­reynd að þeir eru eða hafa a.m.k. lengst af ver­ið tölu­vert dýr­ari en hefð­bund­inn fólks­bíll af svip­aðri stærð. En í lönd­um þar sem raf­bílar njóta  stuðn­ings hins opin­bera, svo sem með af­námi virð­is­auka­skatts og ýms­um öðrum fríð­ind­um, virð­ist fólk mjög gjarn­an velja raf­magns­bíl frem­ur en þann hefð­bundna. Þar er Nor­eg­ur gott dæmi.

Árið 2018 voru hreinir raf­magns­bílar (BEV) um þriðj­ung­ur allra nýrra seldra fólks­bíla í Noregi! Og þeg­ar horft er til allra nýrra fólks­bíla með raf­mót­or, þ.e. bæði þeirra bíla sem ein­ung­is ganga fyrir raf­magni og tvinn­bíla, var mark­aðs­hlut­deild þess­ara bíla um 50% það ár í Nor­egi. Þar í landi var sem sagt ann­ar hver seld­ur fólks­bíll raf­bíll árið 2018 (þeg­ar not­uð er víð­tæk­ari skil­grein­ing­in á raf­bílum).

Norðmenn vilja Teslu, en hvað vilja Íslend­ing­ar?

Salan á rafmagns­bílum í Noregi sló svo enn eitt metið nú í mars s.l. (2019). Þeg­ar næst­um 60% af öll­um seld­um nýj­um fólks­bíl­um voru hrein­ir raf­bílar (BEV)! Þar af var helm­ing­ur­inn af gerð­inni Tesla Model3! Sem merk­ir að næst­um því þriðj­ung­ur af öll­um nýj­um seld­um fólks­bíl­um í Nor­egi í mars var Tesla. Norð­menn eru ber­sýni­lega óðir í Teslu. Og nú hefur Tesla aug­lýst eftir starfs­fólki á Ís­landi. Kannski mun Tesla­versl­un hér­lend­is koma meira skriði á ís­lenska raf­bíla­væð­ingu. Fyll­ast göt­ur borg­ar­inn­ar og kaup­staða Ís­lands brátt af Teslum líkt og ver­ið hef­ur að ger­ast í Noregi?


Hækkandi raforkuverð til stóriðju

Á nýlega afstöðnum ársfundi Lands­virkj­unar var til­kynnt að fyrir­tæk­ið hefði skil­aði met­tekj­um vegna rekstrar­árs­ins 2018. Líkt og grein­ar­höf­und­ur hafði áður spáð fyrir. Á fund­in­um kom einn­ig fram af hálfu Lands­virkj­unar að vind­orka á Ís­landi sé sam­keppn­is­hæf. Eins og grein­ar­höf­und­ur hafði áður lýst. Fram að þessu hafði Landsvirkjun látið nægja að segja að vind­orkan sé „að verða“ sam­keppn­is­hæf. Þarna var því um að ræða tíma­móta­yfir­lýs­ingu af hálfu Landsvirkjunar, um hagkvæmni vindorku.

Mikilvæg ástæða þess að tekj­ur Lands­virkj­un­ar slógu met árið 2018 og voru hærri það ár en 2017, er að meðal­verð á áli var hærra 2018 en árið á und­an. Þeg­ar horft er til 2019 er mögu­legt að ál­verð á þessu yfir­stand­andi ári verði eitt­hvað lægra en var 2018. Það myndi samt ekki endi­lega valda því að tekj­ur Lands­virkj­unar sígi mikið nið­ur á við. Því síðar á þessu ári, þ.e. 2019, mun raf­orku­verð Lands­virkj­unar til álvers Norð­ur­áls hækka verul­ega.

Í þess­ari grein er fjallað um þess­a þró­un. Og um leið bent á að auk­in nýt­ing vind­orku er­lend­is gæti senn farið að hafa áhrif á sam­keppn­is­hæfni ís­lenska raf­orku­mark­aðarins. Þetta segir okkur að senni­lega er virkun ís­lenskrar vind­orku bein­lín­is nauð­syn­leg til að við­halda sterkri sam­keppn­is­stöðu Ís­lands m.t.t. raf­orku.

Nýi raforkusamningurinn tekur gildi á þessu ári (2019)

Álver Norðuráls á Grundar­tanga, í eigu Cent­ury Alu­min­um, fær um þriðj­ung raf­orku sinn­ar frá Lands­virkj­un (LV). Gera má ráð fyrir að á liðnu ári (2018) hafi Norð­ur­ál greitt LV ná­lægt 25 USD/MWst fyrir rafmagnið. Flutn­ings­kostn­að­ur er þá með tal­inn, en þann kostn­að greið­ir LV til Lands­nets. Nettó­verð­ið sem LV fékk fyrir raf­ork­una til Norð­ur­áls í orku­við­skipt­um fyrir­tækj­anna árið 2018 var því ná­lægt 20 USD/MWst.

Síðar á þessu ári (2019) tekur gildi nýr raf­orku­samn­ingur Norð­ur­áls og LV. Þar er verð­lagn­ingin á raf­magn­inu gjör­breytt frá eldri samn­ingi fyrir­tækj­anna, sem er um tutt­ugu ára gamall. Eft­ir að nýi samn­ing­ur­inn geng­ur í gildi nú í haust, má gera ráð fyrir mikilli hækk­un á raf­orku­verð­i LV til Norð­ur­áls. Hversu mikil verð­hækk­un­in í þess­um við­skipt­um fyrir­tæk­janna verð­ur ræðst af þró­un raf­orku­verðs á norræna raf­orku­markaðnum; Nord Pool Spot. Þar hef­ur orku­verð­ið ver­ið nokk­uð hátt und­an­farna mán­uði, eink­um vegna þurrka í Nor­egi, en hvern­ig það mun þró­ast er óvíst.

Raforkukostnaður Norðuráls kann að tvöfaldast

Samkvæmt upplýsingum frá LV hljóð­ar nýi samn­ing­ur­inn við Norð­ur­ál upp á verð sem er bein­tengt verð­inu á norræna raf­orku­mark­aðnum, en þó með ein­hverjum af­slætti frá því verði. Með­al­verð­ið á norræna raf­orku­mark­aðnum 2018 var um 44 EUR/MWst, sem jafn­gildir rúmlega 50 USD/MWst m.v. með­al­gengi gjald­miðl­anna það ár. Og frá áramótunum síðustu hefur orkuverðið þarna á norræna raf­orku­mark­aðnum verið enn hærra en var 2018. Og væri mögulega enn­þá hærra ef Skandinavía hefði ekki teng­ing­ar sínar við fleiri lönd.

Eins og áður sagði gerir nýi raf­orku­samn­ing­ur­inn milli LV og Norð­ur­áls ráð fyrir ein­hverjum af­slætti frá norræna orku­verð­inu. Ef nýi samningurinn hefði verið kom­inn í gildi 2018 og afslátturinn nemur í nágrenni við 10-15%, má gera ráð fyr­ir að raf­orku­verð LV til Norð­ur­áls á því ári hefði ver­ið u.þ.b. 40-45 USD/MWst. M.ö.o. þá hefði raf­orku­verð LV til Norð­ur­áls á síð­asta ári mögu­lega ver­ið u.þ.b. tvö­falt það sem var í reynd, ef nýi samn­ing­ur­inn hefði ver­ið kom­inn í gildi þá.

Arðgreiðslugeta Landsvirkjunar eykst verulega

Þessi nýi samn­ing­ur milli LV og Norð­ur­áls tekur ekki gildi fyrr en síðla þetta ár (2019). Samn­ingurinn mun auka tekjur LV og það kannski mjög mikið. Það eru gleði­tíðindi fyrir orku­fyrir­tækið og eig­anda þess. Mögulega gerir LV sér von­ir um að verð­hækk­un­in muni leiða til þess að ár­legar tekjur fyrir­tæk­is­ins vegna raf­orku­söl­unn­ar til Norð­ur­áls auk­ist um u.þ.b. 30-40 milljónir USD frá því sem ver­ið hef­ur allra síð­ustu árin. Þar með gæti arð­greiðslu­geta LV hækkað á einu bretti um sem nemur um 4-5 milljörð­um króna (mið­að við nú­ver­andi geng­is­skrán­ingu krónu gagn­vart USD).

Það má sem sagt ætla að að þarna sjái LV tæki­færi til að hækka arð­greiðsl­u sína mjög verulega bara vegna Norð­ur­áls. Til sam­an­burðar má hafa í huga að und­an­far­in ár hef­ur arð­greiðsl­a LV verið 1,5 milljarð­ar króna og nú síð­ast var hún 4,25 milljarðar króna. Árið 2020 er fyrsta fulla rekstrar­árið sem nýi samn­ing­ur­inn verð­ur í gildi. Það verð­ur LV í hag ef orku­verð­ið á norræna mark­aðnum verð­ur hátt allt það ár. Og æskilegt fyrir fyrir­tæk­ið að svo verði allan samn­ings­tím­ann sem nýi samn­ing­ur­inn við Norðurál gildir (2019-2023).

Hagnaðaraukning Landsvirkjunar vegna Grundartanga ekki enn í hendi

Við vitum auðvitað ekki fyrir víst hvort nýi orku­samn­ing­ur­inn við Norð­ur­ál skili strax svo góðri hagn­að­ar­aukn­ingu til LV sem hér hef­ur ver­ið lýst. Það ræðst jú af því hvernig raf­orku­verðið á norræna mark­aðnum mun þró­ast á næstu árum. En LV get­ur a.m.k. verið von­góð um að þarna mynd­ist um­tals­verð­ur nýr hagn­aður og það strax á síð­ustu mánuðum 2019. Spurn­ing­in er bara hversu mik­ill þessi hagn­að­ur verður.

Við þetta bæt­ist svo mögu­leg hagn­að­ar­aukn­ing LV vegna senni­legrar hækk­un­ar á raf­orku­verði til járn­blend­iverk­smiðju Elkem á Grund­ar­tanga, því einn­ig þar tek­ur nýtt raf­orku­verð gildi á árinu 2019. Sú verð­ákvörð­un er vel að merkja í hönd­um sér­staks gerðar­dóms, sem mun vænt­an­lega senn kveða upp úr um nýtt raf­orku­verð. Sú nið­ur­staða mun senni­lega hækka raf­orku­verð Elkem veru­lega, en hversu mik­il hækk­un­in verð­ur er sem sagt enn ekki komið í ljós.

Landsvirkjun álítur eðlilegt stóriðjuverð um 30-35 USD/MWst

Hér verður ekki reynt að svara því hvaða áhrif mik­il hækk­un raf­orku­verðs LV mun hafa á rekst­ur ál­vers Norð­ur­áls og járn­blendi­verk­smiðj­u Elkem. LV álít­ur ber­sýni­lega að fyrir­tæk­in þarna á Grund­ar­tanga ráði vel við nýtt og hærra raf­orku­verð og verði áfram sam­keppn­is­hæf við aðrar slík­ar verk­smiðjur úti í heimi. Í þessu sam­bandi virð­ist sem LV álíti að stór­iðjan á Grund­ar­tanga eigi að greiða „á bil­inu 30 til 45 doll­ara í raf­orku­verð án flutn­ings“. Ef gert er ráð fyrir að stór­iðjan á Grund­ar­tanga muni greiða sem nemur lág­mark­inu þarna, yrði raf­orku­verð­ið með flutn­ingi ná­lægt 35 USD/MWst. Sem er mjög í nánd við það verð sem ál­ver­ið í Straums­vík greið­ir nú skv. raf­orku­samn­ingi frá 2010.

Verðhækkunin til stóriðjunnar var fyrirsjáanleg

Verðhækkun af þessu tagi er í sam­ræmi við það sem grein­ar­höf­und­ur taldi fyrir­sjá­an­legt þeg­ar við­ræð­ur LV og Norð­ur­áls um nýjan raf­orku­samn­ing voru yfir­stand­andi fyrir nokkrum ár­um. Í því sam­bandi leit grein­ar­höf­und­ur m.a. til raf­orku­verðs í nýjum samn­ing­um til ál­vera í Kanada  ásamt verð­þró­un í Nor­egi og víð­ar um heim. Sú spá eða sviðs­mynd sem sett var fram í þeim skrif­um gekk eftir, þrátt fyrir mikla and­stöðu af hálfu Norð­ur­áls.

Það verð sem for­stjóri LV seg­ir fyr­ir­tæk­ið nú miða við kemur sem sagt ekki á óvart. Þó ber að hafa í huga eina mik­il­væga breyt­ingu sem orð­in er á raf­orku­mörk­uð­um frá því sem var fyrir nokkrum ár­um; breyt­ingu sem gæti mögu­lega vald­ið því að sam­keppn­is­for­skot Ís­lands gagn­vart stór­um raf­orku­not­end­um fari heldur minnk­andi á kom­andi árum. Sem er vegna ódýrr­ar vind­orku er­lendis.

Samkeppnisforskot Íslands gagnvart Noregi gæti farið minnkandi

Þarna er saman­burður við Noreg áhuga­verður. Í Noregi starfa bæði ál­ver og kísil­ver og þau fyrir­tæki hafa sum á und­an­förn­um árum í aukn­um mæli þurft að reiða sig á raf­orku­kaup frá norræna orku­mark­aðnum (m.a. vegna norsku regln­anna um hjem­fall þar sem stór­iðjan hefur þurft að af­henda norska rík­inu eldri vatns­afls­virkj­anir). Í ljósi raf­orku­kaupa stór­iðju­fyrir­tækj­anna á Nord Pool má mögu­lega álykta sem svo að ef nýja raf­orku­verð­ið til fyrir­tækj­anna á Grund­ar­tanga helst eitt­hvað lægra en ger­ist á norræna raf­orku­mark­aðnum, hljóti orku­verðið til þeirra að vera prýði­lega sam­keppn­is­hæft. Og staða stór­iðjunn­ar á Grund­ar­tanga þar með trygg. Slík álykt­un er þó mögu­lega of víð­tæk, vegna mik­illa verð­lækk­ana á vind­orku.

Vindorkan er hið nýja samkeppnishæfa orkuverð stórra notenda

Norska stór­iðjan hefur und­an­far­ið verið að færa sig yfir í að kaupa vind­orku með lang­tíma­samn­ing­um við vind­myllu­garða í Nor­egi og Sví­þjóð. Með því móti tryggir norska stór­iðjan sér fast og hóg­vært raf­orku­verð til langs tíma. Vind­orkan er sem sagt að sumu leyti að taka yfir það hlut­verk sem vatns­afls­virkj­an­irnar í Noregi höfðu áður fyrr. Um leið verða fyrir­tækin sem kaupa vind­ork­una síð­ur háð mark­aðs­verð­inu á norræna orku­mark­aðnum (Elspot á Nord Pool).

Ástæða þess­ar­ar þró­un­ar er sú að svona vind­orku­kaup eru nú ódýr­asti kost­ur­inn, þ.e. ódýr­ari kost­ur en að kaupa raf­orku sem tengd er verði á norræna raf­orku­mark­aðnum og ódýr­ari kost­ur en lang­tíma­samn­ing­ar við aðra tegund raf­orku­fram­leiðslu. Og þessi hag­kvæma vind­orka er í senn góð leið til að efla atvinnu­líf og hagvöxt.

Það er sem sagt norskri og sænskri vind­orku veru­lega að þakka að t.a.m. ál­ver í Nor­egi munu senni­lega lengi enn halda sam­keppnis­hæfni sinni í alþjóð­leg­um sam­an­burði. Þetta er til marks um hvern­ig lands­lagið í sam­keppn­is­hæfni raf­orku­mark­aða er að breyt­ast. Og þess má vænta að þess­ar breyt­ing­ar í orku­geir­an­um muni á ein­hverj­um tíma­punkti líka hafa áhrif á sam­keppnis­hæfni stórra raf­orku­not­enda og orku­fyrir­tækja á Íslandi.

Vindorka mun efla íslenskt atvinnulíf

Aukinn rekstrarkostnaður stóriðju vegna hærra raf­orku­verðs í nýjum samn­ing­um LV mun til að byrja með lík­lega eink­um birt­ast í hag­ræð­ing­ar­að­gerð­um hjá ein­hverj­um stór­iðju­fyrir­tækj­um hér. Eins og t.d. með fækk­un starfs­fólks. Mögu­lega eru ný­leg­ar upp­sagnir hjá Norð­ur­áli til marks um að þessi þró­un sé strax byrjuð (jafn­vel þó svo nýi orku­samn­ing­ur­inn gangi ekki í gildi fyrr en seint á þessu ári). Hér skipt­ir líka máli að verð á áli hefur far­ið lækk­andi und­an­farið ár, sem gæti kallað á hag­ræð­ing­ar­að­gerð­ir hjá Norð­ur­áli og öðrum álfyrirtækjum hér. Sams­konar þró­un gæti sést hjá Elkem þegar eða ef raf­orku­verðið þar hækk­ar mikið.

Því miður fyrir starfs­fólkið á Grund­ar­tanga er mögulegt að næstu ár geti orðið tilefni til meiri samdráttar­að­gerða í launa­kostn­aði fyrir­tækj­anna þar (Century er skráð á hluta­bréfa­mark­að vestra og þar er mikil áhersla á arð­semis­kröfu). Um leið er LV að skila met­tekjum, sem er mjög gott fyrir eig­anda henn­ar; ís­lenska rík­ið og þar með þjóð­ina. Þarna eru því ýmsar til­finn­ing­ar uppi. Um leið er vert að hafa í huga að þeg­ar kem­ur til virkj­un­ar vinds á Ís­landi er lík­legt að allir geti fagn­að. Því sú þró­un mun styrkja sam­keppn­is­hæfni Ís­lands og auka lík­ur á áfram­hald­andi sterkri eftir­spurn hér frá fyrir­tækjum sem nota mikið rafmagn.

Höfundur starfar sem ráð­gjafi á sviði orku­mála og vinn­ur m.a. að vind­orku­verk­efnum í sam­starfi við evrópskt vind­orku­fyrirtæki.


Sæstrengir og raforkuverð

Í umræðu um s.k. þriðja orku­pakka er eitt sem lítt hef­ur verið rætt, en mætti hafa í huga. Sam­kvæmt grein­ingu norsku orku­stofn­unarinnar (NVA) hafa sæ­streng­ir og aðrar raf­orku­teng­ing­ar Norð­manna við ná­granna­rík­in stuðl­að að lægra raf­orku­verði til al­menn­ings en ella hefði orðið. Með sama hætti gæti sæ­streng­ur milli Ís­lands og Evrópu hald­ið aftur af hækk­un raf­orku­verðs til al­mennra not­enda hér á landi.

Í dag er staðan á raf­orku­mark­aðn­um á Ís­landi ekki ósvip­uð þeirri sem var í Nor­egi áð­ur en teng­ing­um þar til ná­granna­landanna var fjölg­að. Þ.e. mjög lítið af um­fram­orku til stað­ar og því mátti lít­ið út af bera til að raf­orku­verð ryki upp. Hér á landi birt­ist þessi staða í því að varla er nóg af raf­orku til stað­ar til að mæta auk­inni eft­ir­spurn t.d. frá gagna­ver­um. Og þó svo ein­ung­is sé lit­ið til væntrar fjölg­un­ar lands­manna álít­ur Orku­spár­nefnd nauð­syn­legt að byggja fleiri virkj­anir á kom­andi ár­um. Til að ekki mynd­ist hér raf­orku­skortur inn­an nokkurra ára.

Norge-kraftpris-med-og-uten-kabler-til-utland_Hreyfiafl-2019Sæstrengir Norðmanna hafa í reynd alls ekki hækk­að raf­orku­verð þar í landi. Held­ur þvert á móti stuðl­að að hóg­vær­ara raf­orku­verði. Ef sæ­streng­ur kæmi milli Ís­lands og Evrópu myndi sá streng­ur halda aftur af raf­orku­skorti hér á landi og þar með halda aftur af hækk­un­um á raf­orku­verði. Fyrst og fremst myndi slik­ur streng­ur þó leiða til þess að raf­orku­verð stór­iðju myndi fær­ast hrað­ar nær því verði sem al­menni raf­orku­mark­að­ur­inn greið­ir. Rétt eins og gerst hefur í Nor­egi. Slíkt myndi auka arð­semi í ís­lenskri raf­orku­fram­leiðslu. Sem fyrst og fremst er í hönd­um Lands­virkj­un­ar og Orku­veitu Reykja­vík­ur, sem bæði eru í opin­berri eigu.

Það er sem sagt líklegt að sæ­streng­ur, ef rétt yrði að slíku verk­efni stað­ið, myndi bæta arð­semi Lands­virkj­un­ar og Orku­veit­unn­ar. Og þar með gæf­ist færi til að auka arð­greiðsl­ur til rík­is og sveit­ar­fél­aga. Sem þýðir tæki­færi til skatta­lækk­ana og/eða auk­inn­ar al­manna­þjón­ustu. Af hverju sumir stjorn­mála­menn eru á móti slíkri þró­un er ráðgáta.

Það er sem sagt lítil ástæða til að óttast að sæstrengur muni leiða til mikilla hækkana á raforkuverði til almennra notenda hér. Vissulega er afar mikilvægt, ef til sæstrengs kemur, að íslensk stjórnvöld haldi vel á spilunum og tryggi að hagsmunir Íslands verði tryggðir í hvívetna. Það er mikilvæga atriðið. Og þannig gæti sæstrengur skilað Íslandi verulegum ávinningi. Niðurstaðan er sem sagt sú að þriðji orkupakkinn er engin ógn í þessu sambandi. Og sæstrengur er sjálfstæð ákvörðun sem þjóðin ræður með því hverja hún velur á Alþingi.


Endurhannaður vindmyllugarður ofan Búrfells

Á nýliðnum ársfundi sínum kynnti Lands­virkjun endur­hann­aðan vind­myllu­garð ofan Búr­fells. Þar kom fram að stað­setn­ing­u vindmylla er hnik­að til. End­ur­hönn­un­in er í sam­ræmi við þær hug­mynd­ir sem Lands­virkjun (LV) kynnti á fundi Sam­bands íslenska sveitarfélaga s.l. sumar  (2018), sem  grein­ar­höf­und­ur hef­ur áður minnst á. Í þess­ari grein er fjall­að um þessa til­færslu á s.k. Búr­fells­lundi með hlið­sjón af því sem fram kom á ný­liðn­um árs­fundi LV.

Til saman­burðar á stað­setn­ingar­til­lög­um LV geta les­end­ur skoð­að annars vegar þetta kort sem sýn­ir eina af þrem­ur fyrri til­lög­um LV um stað­setn­ingu á allt að 200 MW vind­myllu­garði þarna ofan Búr­fells og hins vegar þetta kort sem sýn­ir til­lögu að nýrri stað­setn­ing­u. Mun­ur­inn á þess­um tveim­ur út­færsl­um felst eink­um í því að svæð­ið sem ætl­að er und­ir vind­myll­ur hef­ur ver­ið minnk­að. Ásamt því að allar vind­myll­urnar verði vest­an (eða norð­an) veg­ar­ins þarna upp frá Þjórs­ár­dal og inn á Sprengi­sands­leið.

Í kynn­ingu LV nú á ársfundinum kom m.a. fram að þó svo minna svæði fari undir vind­myll­ur sam­kvæmt nýju stað­setn­ing­unni sé hag­kvæmni vind­myllu­garðs­ins óbreytt frá fyrri til­lög­um. Ekki var útskýrt nán­ar af hverju þetta minna svæði nær að skila jafn mik­illi hag­kvæmni eins og hið fyrra stærra svæði (sem ætti að geta rúm­að mun meira afl). Á fund­in­um kom held­ur ekki fram hversu marg­ar eða stór­ar vind­myll­urnar eiga að verða. Þann­ig að það er ekki ljóst hvort end­ur­hönn­uð­um Búr­fells­lundi er ætl­að að verða 200 MW, eins og upp­haf­lega var ráðgert, eða eitthvað minni.

Eins og áður sagði þá felur þessi tilfærsla það í sér að allar vind­myll­urnar verði vest­an (eða norð­an) veg­ar­ins þarna upp frá Þjórs­ár­dal. Til­gang­ur­inn með því virð­ist einkum vera sá að þá muni vind­myll­urnar síð­ur trufla veg­far­endur. A.m.k. ekki þeg­ar þeir horfa aust­ur (eða suð­ur) til Heklu.

LV-Burfellslundur_Burfell-Wind-Farm

Í fyrri til­lög­um LV voru vind­myll­ur stað­sett­ar milli veg­ar­ins og Heklu, líkt og sjá má á mynd­inni hér til hlið­ar sem sýn­ir eina af fyrri út­færsl­unum. Í nýju til­lög­unni eru vind­myll­urnar all­ar stað­sett­ar vest­an (norð­an) veg­ar­ins. Sem sagt trufla ekki út­sýn­ið frá veg­in­um til Heklu. En auð­vit­að hafa svona stór mann­virki allt­af mik­il sjón­ræn áhrif. Og eft­ir sem áður kann stað­setn­ing vind­mylla á þessu fjöl­farna ferða­manna­svæði við mörk Mið­há­lendis­ins áfram að vera um­deild. Í þessu sam­bandi má vísa til álits Skipu­lags­stofn­un­ar á upp­haf­leg­um áætl­unum LV um 200 MW Búr­fells­lund:

Úr áliti Skipu­lags­stofn­unar

Eftir­far­andi texti (ská­letrað­ur) er úr áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á upp­haf­leg­um til­lög­um Lands­virkj­un­ar um þrjár út­færslur á 200 MW vind­myllu­garði þarna ofan Búrfells

Fyrirhugað framkvæmda­svæði er hluti víðáttu sem af­mark­ast af Sauða­felli og Heklu í suðri, Búr­felli og Skelja­felli í vestri, Sanda­felli og Stang­ar­fjalli í norðri og Vala­felli í austri. Það ligg­ur á mör­kum lág­lend­is og hálend­is og svæða með mann­gerða og nátt­úru­lega ásýnd.

Að stærst­um hluta ligg­ur það inn­an marka miðhálendis Ís­lands, en um skipu­lags­mál miðhálend­is­ins er mörk­uð sér­stök stefna í lands­skipu­lags­stefnu. Sam­kvæmt lands­skipu­lags­stefnu skal standa vörð um nátt­úru og lands­lag miðhálend­is­ins vegna nátt­úru­vernd­ar­gildis og mik­il­vægis fyr­ir úti­vist og skal upp­bygg­ing inn­viða taka mið af sérstöðu þess […]

Að teknu tilliti til þess sem rakið hefur ver­ið hér að fram­an er það nið­ur­staða Skipu­lags­stofn­un­ar að áform­uð fram­kvæmd við 200 MW vind­orku­ver við Búr­fell sé lík­leg til að hafa veru­leg áhrif á lands­lag og víðerni auk ferða­þjón­ustu og úti­vist­ar. […] Fyrir ligg­ur að fram­kvæmd­in er í biðflokki til­lögu að ramma­áætlun og fell­ur illa að áhersl­um Lands­skipu­lags­stefnu 2015-2026 á vernd víð­erna og land­slags­heilda […]

Í ljósi framangreinds um skipu­lags­lega stöðu verk­efnis­ins sem og niður­stöður mats á um­hverf­is­áhrif­um fram­kvæmd­ar­inn­ar tel­ur Skipu­lags­stofn­un til­efni til að end­ur­skoða áform um upp­bygg­ingu 200 MW vind­orku­vers við Búr­fell. Niðður­stöð­ur um mikil um­hverf­is­áhrif gefa, að mati stofn­un­ar­inn­ar, til­efni til að skoða hvort önn­ur land­svæði henta bet­ur fyr­ir upp­bygg­ingu af þessu tagi og um­fangi. Þá kann að vera til­efni til að skoða hvort um­fangs­minni upp­bygg­ing á bet­ur við á þessu svæði, bæði hvað varðar hæð og fjölda vind­mylla.

Hvað mun Skipulagsstofnun segja við endurhönnuninni?

Í áliti sínu lagði Skipu­lags­stofnun sem sagt til að þarna yrði hug­að að færri og lægri vind­myll­um en LV upp­haf­lega áform­aði eða að þeim yrði fund­inn ann­ar stað­ur. Vegna þess­ara sjón­ar­miða Skipu­lags­stofn­unar má geta þess að það er ein­falt að fækka myll­un­um. Og færa þær að­eins til, líkt og LV hefur nú gert. Aftur á móti er fjar­stæðu­kennt að lækka þær. Það er því vand­séð að LV geti að öllu leyti orð­ið við um­rædd­um atuga­semd­um Skipu­lags­stofn­unar. Hver nið­ur­staða stofn­un­arinn­ar verð­ur um end­ur­hann­aðan vind­myllu­gað LV ofan Búr­fells á eftir að koma í ljós.

Framangreindar vanga­veltur Skipu­lags­stofn­unar um lands­skipu­lags­stefnu og það hvort önnur land­svæði henti bet­ur fyr­ir „upp­bygg­ingu af þessu tagi“ sýnir kannski að setja þurfi skýr­ari ákvæði um það í lög hvar ekki megi stað­setja vind­myllu­garða. Og þá yrði senni­lega nær­tæk­ast að und­an­skilja friðuð svæði og eftir atvik­um Mið­há­lend­ið eða til­tekna hluta þess. Þarna er verk að vinna fyrir stjórn­völd. Um leið er vert að hafa í huga að íslenskir vind­myllu­garðar verða líklega ódýr­asta teg­und nýrra raf­orku­mann­virkja. Upp­bygg­ing ís­lenskrar vind­orku gæti því veitt hagkvæma mögu­leika á að friða fleiri vatns­föll og jarð­varma­svæði. Ef það er leið sem stjórn­mála­mönn­um og lands­mönn­um líst á að fara.


Óstöðvandi hagkvæmni vindorku

Þeir vindmyllu­garðar sem nú eru byggð­ir eru marg­ir hverj­ir með vind­myll­ur þar sem hver og ein er um þrjú eða 3,5 MW. Það er stórt skref frá því sem var fyrir ein­ung­is nokkr­um ár­um þeg­ar há­marks­afl hverr­ar vind­myllu var oft um eða und­ir 2 MW.

Stærri vind­myll­ur auka hag­kvæmn­ina. Og stækk­andi hverf­lar og vind­myll­ur hafa nú þeg­ar gert það að verk­um að vind­orka á sum­um svæð­um í heim­in­um er orð­in hag­kvæm­asta teg­und raf­orku­fram­leiðslu. Líklegt er að í mörgum þeim vind­myllu­görð­um sem ver­ið er að und­ir­búa í dag (á landi) verði hver vind­mylla með afl upp á um 4 MW. Og sennilega er ekki langt í að slíkar vind­myll­ur verði um og yfir 5 MW.

Wind-turbine-worker_Askja-EnergyUtan við strönd­ina er­um við svo far­in að sjá ennþá stærri vind­myll­ur. Þann­ig hef­ur Vestas hafið fram­leiðslu á 9,5 MW vind­myll­um, sem senn munu rísa utan við strönd Belgíu. Og nú snemma á þessu ári (2019) til­kynnti Gene­ral Electric um nýja 12 MW vind­myllu!

Eðli máls­ins sam­kvæmt er ein­fald­ara og ódýr­ara að reisa og starf­rækja vind­myllu­garða á landi en úti í sjó. Nú fyrir helg­ina var til­kynnt um far­sæla upp­setn­ingu og raf­orku­fram­leiðslu til­rauna­myllu Gene­ral Elec­tric upp á 5,3 MW. Sem í dag er afl­mesta vind­mylla á landi. Vind­myll­an var reist í Holl­andi og gert er ráð fyrir að senn verði til­kynnt um fyrstu kaup­end­urna og fjölda­fram­leiðsla fari á fullt.

Hver spaði þess­ar­ar nýju geysi­öfl­ugu vind­myllu GE er rétt tæp­lega 80 m lang­ur. Helsta hindrun­in vegna svo langra spaða er flutn­ing­ur þeirra á áfanga­stað. Þess vegna eru þess­ir gríðar­stóru spað­ar með nýrri hönn­un; hver spaði er fram­leidd­ur í tvennu lagi og eru svo sett­ir sam­an á staðn­um. Það er danska fyrir­tæk­ið LM Power sem á heið­ur­inn að þeirri smíði, en GE keypti ein­mitt LM Power ný­lega. Tækni­þró­un­in í vind­ork­unni er sem sagt enn á fullu og hag­kvæmn­in þar á enn eftir að auk­ast.

Þessar stóru nýju vind­myll­ur bæði á landi (4-6 MW) og í sjó (10-12 MW og jafn­vel enn stærri) munu verða enn eitt skref­ið í því að gera vindork­una að hag­kvæm­ustu raf­orku­fram­leiðslu í heimi. Og mögu­lega eru ein­ung­is fá­ein ár í að nýjar ís­lensk­ar jarð­varmavirkj­an­ir og jafn­vel einn­ig nokkrar af fyr­ir­hug­uð­um vatns­afls­virkj­un­um hér munu ekki reyn­ast sam­keppn­is­hæf­ar við vind­orku. Eft­ir sem áður munu vind­myllu­garð­ar þó þurfa að­gang að var­afli. Og þar erum við Ís­lend­ing­ar í góðri stöðu með okk­ar stóra vatns­afls­kerfi með miðlun.


Tækniundur hverfur af sviðinu

Airbus hefur ákveðið að hætta fram­leiðslu á stærstu far­þega­þotu heims; risa­þot­unni A380. Þetta þyk­ir mér mið­ur. Bæði sem flug­áhuga­manni og vegna þess að ein­hver besta ferða­reynsla mín fram til þessa er ein­mitt lang­flug með Air­bus A380.

Flugreynsla mín með þessari vél er reynd­ar ekki mikil. Ein­ungis tvær ferðir - en vel að merkja nokk­uð lang­ar ferð­ir. Ann­ars veg­ar frá London til Mel­bourne og hins vegar frá Sydney til London. Í báð­um til­vik­um var milli­lent í Dubai, enda er flug­leiðin milli London og austur­strand­ar Ástralíu nokkru lengri en sú há­marks­vega­lengd sem þessi magn­aða vél get­ur far­ið á einni tank­fyllingu.

Qantas-A380-over-sydneyÁstæða þess að ég féll gjör­sam­lega fyrir Airbus A380 er fyrst og fremst sam­an­burð­ur­inn við aðra forn­fræg­ari risa­þotu; þá banda­rísku Boeing 747. Skömmu áður en ég ferð­að­ist með evrópska undra­tæk­inu A380 hafði ég ein­mitt líka flog­ið milli London og Sydney með reynslu­bolt­anum 747 (þá með milli­lend­ingu í Singa­pore). Og saman­burð­ur­inn var 747 mjög í óhag.

Þarna kom margt til. Airbus­vélin hjá Qantas var auðvitað miklu nýrri en gamla Boeing risa­þotan hjá British Airways og því voru sætin og allar inn­rétt­ingar miklu þægi­legri í Airbus­vélinni. Það sem þó hreif mann hvað mest voru flug­eigin­leik­arnir og hljóð­vistin.

Inni í A380 rétt svo heyrðist smávegis suð frá ofsa­legum hreyfl­un­um, en í 747 vél­inni mátti lýsa hreyfla­hljóð­inu sem nánast óþægi­lega há­væru á svo löngu flugi (um 22 klukku­stund­ir á lofti). Og of­boðs­leg­ur kraft­ur­inn í flug­tak­inu og dásam­lega mjúk­ar hreyf­ing­arnar í lend­ingu evrópsku vél­ar­inn­ar fengu mann hrein­lega til hrista höf­uð­ið yfir skrapa­tól­inu sem 747 virt­ist vera í sam­an­burð­inum.

Breiðþotur eru heillandi tækni­undur. Og geta flutt hreint ótrú­leg­an fjölda fólks. Þegar A380 er inn­rétt­uð þann­ig að al­menna far­rým­ið er í stærri kant­in­um, tek­ur vél­in um 850 far­þega. Þeg­ar slatti er af ýmsum betri sæt­um í vél­inni er há­marks­fjöldi far­þega oft ná­lægt 500. Boeing 747 er með tölu­vert færri sæti; oft fyrir á bil­inu 400 til 650 farþega. Báðar þessar vélar eru á tveim­ur hæð­um og með fjóra hreyfla. Og þetta eru tvær stærstu far­þega­þotur heims. Stærsta út­færslan af 747 er ör­lít­ið lengri en A380, en engu að síður er 747 minni vél.

Airbus-A380-landingJá - því mið­ur hefur nú verið ákveðið að hætta fram­leiðsl­unni á A380 og verður sú síð­asta afhent kaup­and­anum árið 2021. Sem þýð­ir að fram­leiðslu­saga A380 verð­ur ein­ungis um fimmtán ár! Þar með er augljóst að þrátt fyrir að vera fá­dæma þægi­legt farar­tæki verður saga A380 langt frá því að verða jafn löng og mikil­væg eins og saga 747, sem nú hefur verið fram­leidd í fimm áratugi og er enn í nokkuð góðum gír.

Það stefnir að vísu líka í að 747 hverfi smám saman af svið­inu. Því nýjar tveggja hreyfla minni far­þega­þotur virð­ast álitnar hag­kvæm­ari; í dag eru sparneytni og góð sætanýting alger lykilatriði í farþegaflugi. Þar verð­ur lík­lega 787 Dream­liner hvað fremst í flokki næstu ára­tugina á lengri leiðum, en slíkar vélar fljúga nú t.d. beint milli London og Perth á vest­ur­stönd Ástralíu. Kannski mun næsta kyn­slóð mann­kyns aldrei fá tæki­færi til að fljúga í sann­kall­aðri risa­þotu!

Í lokin má geta þess að eftir hið hroða­lega flug­slys þegar Airbus A330 frá Air France hrapaði í Atlants­haf í júníbyrjun 2009, varð ég ákveð­inn í því að fljúga aldrei með flug­vél þar sem flug­menn­irnir hafa ekki al­menni­legt stýri (yoke), held­ur „bara“ pinna (joy-stick eða öllu held­ur s.k. side-stick). Það er óhugn­ar­leg lesn­ing hvernig flug­menn frönsku vél­ar­inn­ar höm­uð­ust báð­ir á sitt hvor­um pinn­an­um í of­risinu áður en vé­lin skall í Atlants­hafið.

Á endanum stóð ég ekki við það að fljúga aldrei í slíkri „tölvu­leikja­vél“ með stýri­pinna. Airbus 380 er ein­mitt stærsta vél heims með slík­an pinna. Og eftir þá flug­reynslu hurfu for­dóm­arnir og í dag veit ég svo sann­ar­lega hvaða flug­vél er mesta tækni­undrið í mín­um huga. Drottningin Airbus 380 hef­ur senn verið boð­uð látin; lengi lifi drottningin! Sem reyndar bara rétt svo náði því að verða táningur og því kannski varla nema prinsessa.


Líklega mettekjur hjá Landsvirkjun vegna 2018

Að loknu rekstrarárinu 2017 til­kynnti Lands­virkjun um met­tekjur það ár. Sök­um þess að ál­verð var hærra árið 2018 held­ur en 2017 er lík­legt að tekj­ur Lands­virkj­unar vegna rekstrar­árs­ins 2018 hafi svo ver­ið enn­þá hærri en var met­árið 2017. Vænt­an­lega mun til­kynn­ing Lands­virkj­unar um tekj­ur og af­komu ársins 2018 (og um selt orkumagn) brátt birt­ast.

Mikilvægasta ástæða þess núna að líkl­egt er að tekj­ur Lands­virkj­unar vegna 2018 slái metið frá 2017 er einföld: Hærra álverð. Samn­ingar Lands­virk­junar við Norð­ur­ál (Century Alu­min­um) og Alcoa (Fjarða­ál) eru með þeim hætti að þar sveifl­ast raf­orku­verð­ið eft­ir því hvert verð er á áli. Raf­orku­verð­ið til álvers ISAL (Rio Tinto) er aft­ur á móti oft­ast mjög stöð­ugt því orku­verð­ið þar er nú tengt þró­un banda­rískrar neyslu­vístölu (CPI), vegna nýs samn­ings þar um frá 2010.

Þess ber þó að geta að við vit­um ekki enn hversu mikið raf­orku­magn Lands­virkjun seldi á liðnu ári (2018). Ef ál­ver­in hafa hald­ið aftur af fram­leiðslu sinni, sem er reynd­ar ekki mjög lík­legt, bitn­ar það á tekj­um Lands­virkj­unar. Aðrir óvissu­þæt­tir um selt orku­magn og verð, eru t.d. gjald­þrot kísil­vers­ins í Helgu­vík og afurða­verð járn­blendi­verk­smiðju Elkem á Grund­ar­tanga. Auk­in raf­orku­sala til gagnavera styrk­ir tekju­grunn Lands­virkj­unar, en mikil leynd rík­ir um raf­orku­verðið í þeim samningum. Sam­an­tekið verð­ur að telj­ast lík­legt að tekj­ur Lands­virkj­unar vegna 2018 slái met.

Raforkuverd-LV-til-alvera_2008-2018_Hreyfiafl-jan-2019Á stöplaritinu hér til hliðar má sjá þróun á raf­orku­verði Lands­virkj­unar til álver­anna allt frá árinu 2008. Það ár var ál­verð geysi­hátt og því varð raf­orku­verðið sem Lands­virkjun fékk einnig hátt. Eftir veru­lega verð­lækkun á áli er ál­verð nú aftur nokkuð við­un­andi. Eðli­lega er þó alltaf mik­il óvissa um verð­þró­un á áli. Það er því vandi að spá um tekj­ur Lands­virkj­unar árið 2019. En það er annar hand­leggur.


Óheppilegir óvissuþættir um sæstreng

Tvö nátengd fyrirtæki, annað skráð í Bret­landi en hitt í Sviss, vinna nú að því eignast hér virkjanir og að sæ­streng­ur til raf­orku­flutn­inga verði lagð­ur milli Ís­lands og Bret­lands. Þetta sæstrengsverk­efni er áhuga­vert, enda er mögu­legt að með raf­orku­sölu til Bretlands (eða megin­lands Evrópu) geti arð­semi af nýt­ingu orku­lind­anna á Ís­landi auk­ist um­tals­vert.

Á móti kemur að verkefnið gæti þró­ast þann­ig að það verði er­lend­ur eig­andi sæ­strengs­ins sem eink­um myndi njóta þess hagn­að­ar sem þarna kann að mynd­ast. Það er líka athygl­is­vert að sviss­neska fyr­ir­tæk­ið sem er ná­tengt breska fyrir­tæk­inu sem sæk­ir það fast­ast að fá slíkan sæ­streng lagð­an, hef­ur nú eign­ast um­tals­verð­an hlut í HS Orku. Og sök­um þess að hinn kana­díski meiri­hluta­eig­andi HS Orku hef­ur nú kynnt áhuga sinn á að selja þá eign sína, er mögu­legt að sviss­neska fyr­ir­tæk­ið eign­ist ríf­legan meiri­hluta í HS Orku.

Hvala-FossÞar með yrði mögu­legt að sú raf­orka sem HS Orka sel­ur nú til ál­vers Norð­ur­áls í Hval­firði, yrði seld til Bret­lands um sæ­streng­inn. Reynd­ar gæti öll raf­orku­fram­leiðsla HS Orku farið í streng­inn og þá mögu­lega einn­ig það raf­magn sem fram­leitt yrði í fyr­ir­hug­aðri Hval­ár­virkj­un á Strönd­um, en HS Orka á meiri­hluta hluta­bréf­anna í því verk­efni.

Í liðinni viku fóru fram tveir athyglis­verðir fund­ir í Reykjavík, þar sem sæ­streng­ur til Bret­lands var mik­il­væg­ur þátt­ur í fund­ar­efn­inu. Ann­ars veg­ar var það fund­ur á veg­um Lands­virkj­un­ar þar sem kynnt var ný skýrsla um yfir­vof­andi mikla aukn­ingu í arð­semi fyrir­tæk­is­ins og hvernig ráð­stafa megi þeim arði. Hins vegar var fund­ur á veg­um Fél­ags atvinnu­rek­enda þar sem fjall­að var um þriðja orku­pakka Evrópu­sam­bands­ins (ESB) og áhrif hans á Ís­landi, þ.m.t. gagn­vart sæ­streng.

Það vakti athygli þess sem hér skrifar að á þess­um fundum var lítt minnst á nokk­ur mik­il­væg­ustu atrið­in sem snerta slík­an sæ­streng. Þá er eink­um átt við þá laga­legu óvissu sem virð­ist vera uppi um það hvort ís­lensk­um stjórn­völd­um væri heim­ilt að neita sæ­strengs­fyr­ir­tæki um að tengj­ast flutn­ings­kerfi Lands­nets eða það hvort ís­lensk­ stjórn­völd­ yrðu skuld­bund­in af ákvörð­un­um Eftir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA) um nýt­ingu sæ­strengs. Svo og er það atriði hvort eðli­legt sé að sæ­streng­ur og virkj­an­ir á Ís­landi verði í eigu sama fyr­ir­tækis eða ná­tengdra fyrir­tækja.

Að mati greinar­höf­und­ar er mik­il­vægt að fram fari breið um­ræða um þessi atriði og að vönd­uð grein­ing eigi sér stað um þessi álita­efni. Um leið er mik­il­vægt að skýr af­staða stjórn­valda og rík­is­stjórn­ar liggi fyr­ir um þessi álita­efni, áður en til þess kem­ur að Al­þingi sam­þykki að inn­leiða þriðja orku­pakk­ann án fyrir­vara.

Þarna eru á ferðinni afar mik­il­væg­ir þjóð­hags­leg­ir hags­mun­ir. Það er grund­vall­ar­atriði að  hnýta þá lausu enda sem nauð­syn­legt kann að vera til að tryggja að við sit­jum ekki allt í einu uppi með sæ­strengs­verk­efni sem skili litlu til ís­lensks al­menn­ings og ís­lenskra orku­fyrir­tækja í opin­berri eigu. Greinarhöfundur er sem fyrr tals­­maður þess að leita leiða til að auka arð­­semi í íslenska raf­­orku­­geir­­an­um, enda hefur arð­semin þar verið lág. Um leið er grein­­ar­höf­und­ur á varð­bergi gagn­vart fá­keppni og ein­ok­un­ar­að­­stöðu. Gætum þess að sýna fyrir­hyggju.

Til athug­un­ar: Grein­ar­höf­undur vinnur að vind­orku­verk­efnum á Íslandi í sam­­starfi við nor­rænt orku­­fyr­ir­­tæki. Þau verk­efni mið­­ast við inn­­­lendan raf­­orku­­mark­að ein­­göngu (það gæti eðli­­lega breyst ef sæ­­streng­ur yrði lagð­­ur). Höf­und­ur álít­ur mikilvægt að ekki verði ráð­ist í svona sæstrengsverk­efni nema hags­mun­ir Íslands séu tryggð­ir sem best. Slíkt verk­efni krefst miklu ítar­­legri skoð­un­­ar, um­­fjöll­un­ar og opin­berr­ar um­ræðu áður en hægt er að full­yrða um ágæti þess eða ómög­u­­leika.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband