Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Gjörbreyttar forsendur sæstrengs

Það sem skiptir arðsemi sæstrengs máli er hvort það náist samn­ingur við bresk stjórn­völd um orku­verð sem gild­ir út líf­tíma sæ­strengs­ins eða ekki. Í upp­lýsingum sem Lands­virkjun hefur birt frá orku­mála­ráðu­neyti Bret­lands um verð á endur­nýjan­legri orku kemur fram að það er þrisvar til fimm sinn­um hærra en lista­verð Lands­virkj­unar til 15 til 35 ára. Ketill Sigur­jóns­son, lög­fræð­ingur og sér­fræð­ingur í orku­málum, telur það geta verið hærra, eða allt að sex til átta sinnum hærra.

Ofangreindur texti er úr nýlegri grein á vef Við­skipta­blaðsins. Sök­um þess að þarna er vitnað í þann sem hér slær á lyklaborð, er vert að taka eftir­farandi fram:

Arðsemistækifæri Íslands ekki hið sama og var

Fyrir nokkrum árum buðu bresk stjórn­völd geysi­hátt verð fyrir raf­orku frá nýrri kol­efnis­lítilli raf­orku­fram­leiðslu. Á þeim tíma voru góðar líkur á að þetta gæti nýst sem mikið hagn­aðar­tæki­færi fyrir íslensk orku­fyrir­tæki og þá eink­um Lands­virkjun með allt sitt stýran­lega vatnsafl.

Það tækifæri var ekki nýtt af hálfu íslenskra stjórnvalda þá. Og í dag er staðan mjög breytt frá því sem þá var. Kostn­aður vind­orku hefur farið hratt lækk­andi. Við Bret­land og strend­ur megin­lands Evrópu eru nú reistir vind­myllu­garðar þar sem kostn­að­ur­inn er orð­inn svo lítill að það mun breyta mjög sam­setn­ingu raf­orku­fram­leiðslu í slík­um löndum.

Þessi þróun hefur óhjá­kvæmi­lega marg­vísleg áhrif. M.a. eru áhrifin þau að sæ­strengur milli Íslands og Bret­lands er ekki lengur það stóra hagn­að­ar­tæki­færi fyrir Ísland sem var. Vissulega er ennþá líklegt að unnt væri að fá töluvert hærra verð fyrir ísl­enska raf­orku selda til Bret­lands heldur en t.a.m. það verð sem stór­iðjan hér greiðir. En mögu­leik­inn á sex­földu eða átt­földu verði er horf­inn. Segja má að sá mögu­leiki hafi rokið útí veður og vind!

Á hvers forræði yrði strengurinn? 

For­send­ur sæ­strengs eru sem sagt gjör­breytt­ar frá því sem var fyrir nokkrum árum. Sæstrengsverkefnið er að vísu ennþá tæki­færi fyrir Ísland sem vert er að skoða. En í dag liggur mesta hagn­að­ar­vonin senni­lega ekki hjá Landsvirkjun eða öðrum orku­fyrir­tækj­um, heldur hjá eig­anda sæ­strengsins. Þess vegna er orðið áríðandi að íslensk stjórn­völd geri það að höfuð­atriði máls­ins að tryggja með hvaða hætti þau geti stýrt arð­semi sæstrengs. Og fastsetji slíka löggjöf áður en slíkt verkefni verður að veruleika.

Fordæmi Norðmanna áhugavert

Einn möguleiki er auðvitað að inn­viðir eins og sæstrengir séu í eigu íslensks ríkis­fyrir­tækis. Það væri sambærileg leið eins og á við um eignarhald norska Statnett í öllum sæ­strengjum Norð­manna sem lagðir hafa verið til þessa. Svo stórt verk­efni kann þó t.a.m. að vera Lands­neti ofviða (þar að auki er Landsnet ekki ríkisfyrirtæki).

Þess í stað væri mögu­lega unnt að fara svip­aða leið eins og Norð­menn hafa gert vegna gas­lagna sinna í Norð­ur­sjó. Þar hafa einka­fyrir­tæki fengið að fjár­festa í gas­lögn­unum sem tengja norsku gas­vinnslu­svæðin við Bret­land og megin­land Evrópu. En norska ríkið ræður flutn­ings­gjald­inu og stjórnar í reynd arð­semi inn­við­anna.

Þetta er leið Norðmanna til að tryggja að norska þjóðin fái sem mest eða a.m.k. sanngjarnan hlut af þeim arði sem auðlindanýtingin skapar og kemur um leið í veg fyrir að fyrirtæki sem ræður yfir innviðum misnoti þá aðstöðu. Það er þjóð­hags­lega mikil­vægt að íslensk stjórn­völd taki þetta álita­mál til meiri og ná­kvæm­ari skoð­unar en verið hefur.

Til athugunar: Höfundur vinnur að vind­orku­verk­efnum á Íslandi í sam­starfi við norrænt orku­fyrir­tæki. Þau verk­efni mið­ast ein­göngu við inn­lendan raf­orku­mark­að (það gæti eðli­lega breyst ef sæ­streng­ur yrði lagð­ur). Höf­und­ur álít­ur að sæ­stren­gur kunni að vera skyn­sam­legt verk­efni, en slíkt verk­efni þarfn­ast meiri skoð­un­ar og um­fjöll­un­ar áður en hægt er að full­yrða um ágæti þess eða ómögu­leika.


Sæstrengsfyrirtæki horfir til HS Orku

Frá því í vor hefur 12,7% hluti í HS Orku verið til sölu. Sá sem vill selja er ísl­ensk­ur fjár­festinga­sjóð­ur sem kallast ORK, en hann er í eigu nokk­urra ísl­enskra líf­eyris­sjóða og fleiri s.k. fag­fjár­festa. Og nú ber­ast frétt­ir um að búið sé að selja þessa eign ORK. Kaup­and­inn er sagð­ur vera svissneskt félag, DC Renew­able Energy, sem er ná­tengt bresku fél­agi sem vill leggja raf­magns­kapal milli Bret­lands og Íslands.

Umrædd kaup svissneska DC Renew­able Energy á 12,7% eign­ar­hluta í HS Orku eru háð því að aðrir eig­end­ur HS Orku nýti ekki for­kaups­rétt sinn. HS Orka er þriðji stærsti raf­orku­fram­leið­and­inn á Íslandi og stærsti ein­staki við­skipta­vinur fyrir­tæk­is­ins er álver Norð­ur­áls (Century Aluminum) í Hval­firði. Þá má nefna að HS Orka á stór­an hlut í Bláa lón­inu í Svarts­engi.

Ed-Truell-Atlantic-SuperConnection-Disruptive-Capital_Strategy_Oct-2018Sá sem kaupir í HS Orku sér ber­sýni­lega tæki­færi í því að hækka raf­orku­verð HS Orku til ál­vers Norð­ur­áls, en orku­verðið þar kem­ur ein­mitt til end­ur­skoð­un­ar eftir ein­ung­is nokkur ár. Við þetta bætist að gangi kaup­in eftir verð­ur 12,7% hluti í HS Orku í eigu fyr­ir­tæk­is sem er ná­tengt breska Atl­antic Super­Conn­ect­ion, sem stefn­ir að því að leggja sæ­streng milli Bret­lands og Ísl­ands.

Lykil­mað­ur­inn að baki báð­um fyrir­tækj­un­um, DC Renew­able Energy og Atl­antic Super­Connect­ion (Dis­rupt­ive Cap­ital), er Edmund Truell. Hann segir fjár­fest­inga­stefnu sína byggj­ast á því að „exploit dislocations in markets and unlock value from complex situations using a Get Rich and Stay Rich strategy“.

Höfundur þessarar stuttu greinar er viss um að það yrði ábatasamt fyrir Ísl­end­inga og ísl­ensk­an efna­hag að selja raf­orku til Bret­lands, rétt eins og það er skyn­sam­legt fyrir okk­ur að flytja út fisk og sjávar­af­urðir. Um leið er mik­il­vægt að við sjálf stýr­um því hvern­ig svona sæ­strengs­verkefni verð­ur unn­ið og fram­kvæmt. Og að það verði fyrst og fremst til hags­bóta fyrir íslensku þjóð­ina.

Edmund-Truell-IceLink-HVDC-CableÞað hvern­ig Dis­rupt­ive Cap­ital og Atl­antic Super­Connect­ion hef­ur kynnt sæstrengs­verk­efnið er um margt nokk­uð sér­kenni­legt. Og það er nánast úti­lok­að að sæ­streng­ur Atl­antic Super­Connect­ion geti verið kom­inn í gagn­ið strax 2025, líkt og fyrir­tækið hef­ur kynnt. En þó lengra verði í að slík viðskipti raun­ger­ist, er ber­sýni­legt að Truell trúir á verk­efnið. Og með kaup­um á um­tals­verð­um hlut í HS Orku virð­ist hann ann­að hvort vera að nálg­ast raf­orku fyrir sæ­streng­inn eða að reyna að koma sér í athygl­is­verða samn­ings­stöðu gagn­vart Norð­ur­áli. Nema að hvort tveggja sé.

Það verður fróðlegt að sjá hvort þessi kaup verða að veru­leika eða hvort for­kaups­rétt­ar­haf­ar ganga þarna inn í kaup­in. En kannski væri skyn­sam­legt fyrir Norð­ur­ál að byrja strax að svipast um eftir ann­arri raf­orku í stað þeirr­ar sem álverið kaup­ir nú af HS Orku?


Rís vindmyllugarður ofan við Búrfell?

Eftir nokkurra ára undir­búning Lands­virkjunar fyrir allt að 200 MW vind­myllu­garð við há­lend­is­brún­ina ofan við Búr­fell taldi Skipu­lags­stofn­un til­efni til að þau áform yrðu endur­skoð­uð. Sú end­ur­skoð­un af hálfu Lands­virkj­un­ar stend­ur nú yfir og hefur fyrir­tæk­ið sagst stefna að minna verk­efni. Og hyggst einnig breyta upp­röð­un og stað­setn­ingu vind­myllanna. Í þess­ari grein verð­ur athygl­inni beint að þess­um breyttu áform­um Lands­virkjunar.

Staðsetningin andspænis Heklu virðist umdeild

Landsvirkjun hefur kallað verk­efnið Búrfells­lund. Kort­ið hér að neð­an sýn­ir eina af þrem­ur upp­haf­leg­um hug­mynd­um fyrir­tæk­is­ins um hvar stað­setja mætti vind­myllu­garð­inn. Hin­ir kost­irnir tveir gerðu ráð fyrir að flest­ar vind­myllurn­ar yrðu að­eins neð­ar á slétt­unni þarna ofan Búr­fells.

Burfellslundur-kort-LV-upphafleg-tillagaSká­strik­aða svæð­ið við Þjórsá (á kortinu) er sem sagt einn af þeim val­kost­um sem Skipu­lags­stofn­un taldi vera með þeim hætti að til­efni væri til að skoða hvort „um­fangs­minni upp­bygg­ing“ eigi bet­ur við á þessu svæði, „bæði hvað varð­ar hæð og fjölda vind­mylla“. Á kortinu má líka sjá hvar nú­ver­andi tvær til­rauna­myllur Lands­virkj­un­ar eru stað­settar, en þær eru hvor um sig 0,9 MW.

Svæðið þarna ofan Búr­fells hent­ar að mörgu leyti vel fyrir vind­myllur. Bæði eru vind­að­stæð­ur á svæð­inu góð­ar (hár nýt­ing­ar­tími lík­legur) og inn­viðir til stað­ar (há­spennu­línur, veg­ir o.fl.). Um leið yrði kom­ist hjá þeirri rösk­un sem yrði ef vind­myllur yrðu þess í stað reist­ar á svæð­um þar sem lengra er í nauð­syn­lega inn­viði. Dæmi um svæði sem hafa áhuga­verðar vind­að­stæður en eru fjarri öfl­ug­um há­spennu­línum eða ekki í sér­lega góðu vega­sambandi eru t.d. Mel­rakka­slétta og Gufu­skálar á Snæ­fells­nesi.

Á móti kemur að þarna ofan við Búr­fell er geysi­fögur fjalla­sýn og um svæð­ið ligg­ur fjöl­farin leið inn á há­lend­ið. Það virð­ast fyrst og fremst hafa verið slík sjón­ræn áhrif - og þá ekki síst útsýnið til Heklu - sem ollu því að Skipu­lags­stofn­un leist illa á stað­setn­ing­una og um­fang­ið á Búr­fells­lundi. En nú mun Lands­virkj­un vera langt kom­in með að end­ur­hanna verk­efn­ið og þar með er kannski mögu­legt að þarna rísi bráð­um fyrsti vind­myllu­garð­ur­inn á Íslandi.

Vindmyllur eingöngu norðan vegar

Samkvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem Lands­virkj­un hef­ur birt hefur stað­setn­ingu vind­myllanna verið hnik­að til þann­ig að þær verði allar norð­an (eða vest­an) Sprengi­sands­vegar. Í fyrri hönn­un eða til­lög­um voru myllurn­ar aft­ur á móti flest­ar eða marg­ar sunn­an (eða aust­an) veg­ar­ins og þar með í sjón­línu veg­far­enda sem horfa til Heklu.

Það svæði sem nú er hugsað fyrir vind­myllurn­ar er líka tölu­vert minna en í fyrri til­lög­um fyrir­tæk­is­ins. Enda er end­ur­hann­aða verk­efnið sagt verða „mikið minna“ en áður var fyrir­hug­að og sagt að það verði „kannski 50-100“ MW. En eins og áður sagði var upp­haf­lega mið­að við verk­efni allt að 200 MW.

Verður Búrfellslundur tuttugu 4,2 MW vindmyllur?

Burfellslundur-kort-LV-breytingNýja staðsetningin á Búrfells­lundi er af­mörk­uð með blástrik­aða svæð­inu á kort­inu hér til hlið­ar (kort­ið er úr kynn­ingu Lands­virkj­unar). Vert er að taka fram að það er harla ólík­legt að Lands­virkj­un verði við þeirri ábend­ingu Skipu­lags­stofn­un­ar að vind­myllurn­ar verði lægri en áætl­að var. Þvert á móti er tækni­þró­un­in með þeim hætti að senni­lega myndi Lands­virkjun nú vilja setja þarna upp vind­myllur sem yrðu öfl­ugri og næðu jafnvel enn­þá hærra upp en áður var fyrir­hug­að.

Mið­að við þró­un í vind­orku­tækn­inni er lík­legt að Lands­virkj­un muni vilja reisa vind­myllur þar sem hver og ein verð­ur a.m.k. 4,2 MW að afli. Og mið­að við heild­ar­stærð vind­myllu­garðs á bil­inu 50-100 MW gætu þetta orð­ið ca. 12-25 stór­ar vind­myllur. En ekki 58-67 eins og áður var stefnt að. Og eins og áður sagði yrðu þetta senni­lega enn­þá hærri mann­virki en fyrri til­lög­ur hljóð­uðu upp á.

Margir staðir á Íslandi henta vel til að virkja vindinn

Forvitnilegt verður að sjá loka­út­færsl­una af vind­myllu­garði Lands­virkj­unar þarna ofan Búr­fells og hvað Skipu­lags­stofn­un mun segja um hana. En þrátt fyrir breytta hönn­un Búr­fells­lundar verð­ur stað­setn­ing­in þarna and­spæn­is Heklu sjálf­sagt áfram um­deild. Sama á reynd­ar við um nánast hvert ein­asta virkj­un­ar­verk­efni sem sett er á dag­skrá; það er sjaldnast ein­hug­ur um slík verk­efni. Nú­orð­ið er a.m.k. oft­ast mikill ágrein­ing­ur um bæði ný jarð­varma- og vatns­afls­verk­efni. Og sama verður ef­laust með vind­myllu­garða.

LV-Island-Vindorka-styrkurHér á Íslandi má víða finna svæði sem eru með góð­ar vind­að­stæ­ður. Og þó nokk­ur slík svæði eru bæði að­gengi­leg og hæfi­lega fjarri þétt­býli. Fyr­ir vik­ið ætti ekki að vera mjög flók­ið að stað­setja vind­myllu­garða hér með þeim hætti að þeir valdi fólki ekki óæg­ind­um, hafi lítil um­hverf­is­áhrif og bjóði samt upp á hag­kvæma teng­ingu við öfl­ug­ar há­spennu­lín­ur í ná­grenn­inu. En hvort vind­myllu­garður í smækk­aðri mynd ofan við Búr­fell fær braut­ar­gengi, á eftir að koma í ljós.


Norska olíuævintýrið í hámarki

Um aldamótin síðustu leit út fyrir að norska olíu­ævin­týrið hefði náð há­marki. Og að þaðan í frá myndi fram­leiðsl­an minnka. En með auk­inni vinnslu á jarð­gasi og óvænt­um fundi nýrra mjög stórra olíu­linda á norska land­grunn­inu hefur þetta mikla efna­hags­ævin­týri Norð­manna verið fram­lengt. Nú er þess vænst að olíu- og gas­vinnslan muni auk­ast rólega fram til 2023. En eftir það muni hnign­unin byrja. Og hún gæti orðið nokkuð hröð.

Norway-Oil-Production_1971-2040_Aker-BP-oversikt-2018Umfang olíu- og gas­vinnsl­unnar á norska land­grunn­inu er með ólík­ind­um. Ein­ung­is eitt ríki fram­leið­ir meira af olíu og jarð­gasi úr land­grunn­inu, en það er Saudi Arabía. Þar á eftir koma Nor­egur og Katar. Þegar litið er til höfða­tölu ber Katar þarna höf­uð og herð­ar yfir aðrar þjóð­ir (eink­um vegna risa­vax­inna gas­linda und­ir botni Persa­flóans). Þar á eftir koma ein­mitt Norð­menn, ásamt nokkrum öðrum fá­menn­um olíu­fram­leið­end­um eins og Brunei, Kuwait og Trinidad og Tobago. Engu að síður eru það Norð­menn sem eiga stærsta olíu­sjóð­inn. Og reyndar eiga Norð­menn stærsta ríkis­fjár­fest­inga­sjóð heimsins.

Sovereign-Wealth-Funds-largest-2017Það voru skemmtileg tíma­mót þegar verð­mæti norska Olíu­sjóðs­ins fór yfir 1.000 milljarða USD á liðnu áriÍ dag er verð­mæt­ið ná­lægt 1.028 milljarð­ar USD. Þetta jafn­gild­ir því (m.v. fólks­fjölda) að við Ísl­end­ing­ar ættu­m spari­bauk með u.þ.b. 60 milljörðum USD (sem jafngildir um 6.500 milljörðum ISK) og það vel að merkja allt í erlendum gjaldeyri. Nú er bara að bíða og sjá hversu stór íslenski auð­linda­sjóð­ur­inn verð­ur. Og þá vænt­an­lega með sínu sjávar­auð­linda­gjaldi og Lands­virkjunar­hagnaði.


Straumhvörf í raforkugeiranum

Mikill vöxtur hefur verið í nýt­ingu á vind- og sól­ar­orku síð­ustu árin. Nú er lið­inn u.þ.b. ára­tugur síðan sá sem þetta skrif­ar byrj­aði að sjá tæki­færi í þess­um teg­undum raf­orku­fram­leiðslu. Þá virt­ist sem bjart­ast væri fram­undan í nýt­ingu sólar­orku, enda voru mjög góð­ar horf­ur á hratt lækk­andi kostn­aði þar. Reynd­in varð þó sú að það var ekki síð­ur vind­orkan sem varð sí­fellt hag­kvæm­ari. Enda hefur tölu­vert meira verið fjár­fest í vind­orku en sól­ar­orku, sbr. graf­ið hér að neðan.

Global-wind-and-solar-over-1000-MW_1000GW_Chart-June-2018-1Eins og sjá má á þessu súlu­rit­i náði sam­an­lagt upp­sett afl í sólar- og vind­orku ný­verið yfir 1000 GW (milljón MW). Til sam­an­burðar má hafa í huga að upp­sett afl allra virkj­ana á Íslandi í dag er tæp­lega 3 GW (um 2.800 MW). Allt upp­sett afl á Íslandi sam­svar­ar því að vera svip­að og 0,3% af upp­settu afli í vind- og sóla­orku.

Í dag er raforku­fram­leiðsla nýrra og ný­legra vind­myllu­garða víða orð­in ódýr­ari en allra ann­arra teg­unda nýrra raf­orku­vera. Umrædd lækk­un á kostn­aði í vind­orku, ásamt svip­aðri þró­un í sólar­orku­geir­anum, gæti valdið straum­hvörfum í raf­orku­fram­leiðslu heims­ins. Fyrir­tæki sem sér­hæfa sig í að fylgj­ast með þró­un­inni í orku­geir­an­um spá því sum að á næstu þrem­ur ára­tug­um muni hlut­fall end­ur­nýjan­legrar orku í raf­orku­fram­leiðslu heims­ins fara úr nú­ver­andi tæp­lega 25% í næstum því 65%! Sbr. grafið hér að neðan.

World-Power-Mix_1970-2050_BNEF-2018

Áætlað er að þess mikla aukning í fram­leiðslu raf­orku með endur­nýjan­legum hætti verði fyrst og fremst vegna nýrra vind- og sólar­orku­vera. Og þó svo ávallt beri að taka svona tölum með fyrir­vara, virðist líklegt að stór hluti af nýju raf­orku­fram­boði héðan í frá muni koma frá nýj­um vind­myllu­görðum. Þessi þróun mun ekki aðeins breyta raf­orku­geir­anum I lönd­um sem enn­þá eru mjög háð kol­um og kjarn­orku, held­ur einn­ig hafa áhrif hér á Íslandi. Í fram­tíð­inni mun t.d. stór­iðjan í vax­andi mæli njóta ódýrrar vind­orku og vatns­aflið í aukn­um mæli verða í hlut­verki jöfn­unar. Þessi þró­un er nú þegar t.d. kom­in á góðan skrið í Skandi­navíu og skyn­sam­legt að íslenski raf­orku­geir­inn fari að búa sig undir þessa þróun.


Statoil orðið Jafnaðarnorður

Heimurinn er að breytast og líka Stat­oil. Sagði stjórnar­for­maður Stat­oil í mars s.l. þegar hann tilkynnti að senn fengi þetta stærsta fyrir­tæki Norður­land­anna nýtt nafnSumir héldu jafnvel að um snemm­borið apríl­gabb væri að ræða. Hér er fjallað um þessa óvæntu nafna­breyt­ingu og nýjar áherslur fyrir­tækis­ins um að stór­auka fjár­fest­ingar í endur­nýjan­legri orku.

Statoil-becomes-Equinor_Eldar- Saetre_May-15-2018Já - það kom mörgum á óvart þegar norski olíu­ris­inn Stat­oil til­kynnti að fyrir­tækið myndi brátt breyta um nafn og taka upp nafnið Equinor. Nýja nafnið tók form­lega gildi með sam­þykkt aðal­fundar Stat­oil um miðjan maí s.l. og þar með hætti nafn fyrir­tækis­ins að endur­spegla olíu og ríkis­eign. Að sögn ljúf­ling­anna hjá Stat­oil vísar nýja nafn­ið annars vegar til jöfn­uðar (equi) og hins vegar til Noregs (nor) og er af þeirra hálfu sagt að þetta nýja nafn end­ur­spegli vel bæði arf­leifð og fram­tíðar­áherslur fyrir­tækisins. Þarna var þó aug­ljós­lega ekki farin jafn þjóð­leg leið við nafna­breyt­ing­una eins og þegar nafni danska orkufyrirtækisins Dong Energi var nýlega breytt í Ørsted.

Mögu­lega mætti þýða nýja nafnið Equinor sem Jafn­aðar­norður? Um aðdraganda nafna­breyt­ingar­innar er það að segja að undan­farin ár hefur Stat­oil m.a. verið að hasla sér völl í beisl­un vind­orku á hafi úti. Fyrir­tækið á nú þegar þrjá stóra vind­myllu­garða við strendur Bret­lands og er með fleiri í undir­búningi.

Hywind-Scotland-Statoil-Equinor-illustrationEinn af þess­um vind­myllu­görðum er Hywind, um 30 km utan við bæinn Peter­head í Skot­landi. Hywind hefur þá miklu sér­stöðu að þar eru risa­vaxnar vind­myllurnar ekki festar í hafs­botn­inn, heldur eru þær fljót­andi og liggja fyrir akkerum! Þetta er mikið frum­kvöðla­verk­efni og það er ekki síst þessi út­færsla á orku­fram­leiðslu sem Statoil - og nú Equinor - hyggst veðja á í fram­tíð­inni. Auk þess auð­vitað að halda áfram að vinna olíu og gas handa okkur að brenna.

Ennþá er það nær eingöngu vind­orkan úti í sjó sem Equi­nor sinnir auk gömlu kjarna­starf­sem­innar. Nýlega byrjaði fyirt­ækið þó að höndla með raf­orku, þ.e. kaup­a og selja raf­magn á norrænum raf­orku­markaði. Áhuga­vert verð­ur að sjá hvernig sú starfsemi Equi­nor mun þró­ast. Á kom­andi árum og ára­tug­um er svo fyrir­hugað að Equi­nor stór­auki fjár­fest­ingar í marg­vís­legri endur­nýjan­legri orku.

Equinor-oil-Rétt er að taka fram að olíu- og gas­vinnslan er áfram algert hryggjar­stykki í starf­semi Equ­inor og allt annað nánast smá­atriði í rekstrin­um. Og það eru held­ur engar grund­vallar­breyt­ingar að verða í eign­ar­haldi fyrir­tæk­is­ins, þar sem norska rík­ið er með sterk­an meiri­hluta (2/3). Það er því kannski ekki að undra að sum­um þyki nafna­breyt­ingin óþarfi og jafn­vel furðu­leg. Ein­hver sagði nýja nafnið sæma betur ævintýra­hesti í Game of Thrones frem­ur en þessu mikil­væga og gamal­gróna fyrirtæki í norsku efna­hags­lífi.

Statoil-Equinor-April-fools-day-2018Þess má í lokin geta að kostnaður vegna nafna­breyt­ing­ar­innar er sagð­ur hafa num­ið sem sam­svarar um þremur milljörð­um ísl­enskra króna. Kannski má segja að þetta séu algerir smá­aurar í veltu Equi­nor, því til saman­burðar voru heildar­tekjur fyrir­tækis­ins fyrsta árs­fjórð­ung­inn með nýja nafnið, um 18 milljarðar USD eða sem nemur um 1.900 milljörð­um ísl­enskra króna. Þriggja mán­aða tekj­ur Equi­nor eru sem sagt meira en tvö­faldar árs­tekjur ísl­enska ríkisins!


Vindorkan orðin hagkvæmust

Fyrirtæki sem nota mikið rafmagn leggja eðli­lega mik­ið upp úr því að leita eftir ódýr­ustu raf­ork­unni. Um leið skipt­ir það þau miklu ef unnt er að tryggja að raf­magns­verðið rjúki ekki skyndi­lega upp. Þess vegna hafa slík fyrir­tæki löng­um sóst eftir lang­tíma­samn­ing­um með föstu orku­verði eða að verð­ið sé tengt þeirra eigin afurða­verði. Þann­ig draga þau mjög úr áhættu sinni. En nú eru að verða athygl­is­verð­ar breyt­ing­ar í þess háttar við­skipt­um, þar sem vind­orkan er að leysa vatns­aflið af hólmi sem hag­kvæm­asti kost­ur­inn fyrir stóra raf­orku­notendur.

Frá vatnsafli til vindorku

Sögulega hafa samn­ingar af þessu tagi, þ.e. um hag­stætt raf­orku­verð til langs tíma, eink­um ver­ið við fyrir­tæki sem reka stór­ar vatns­afls­virkj­an­ir. Slík­ar virkj­an­ir hafa boð­ið upp á það að selja raf­orku á hvað lægstu verði og það til langs tíma. Í dag er stað­an aftur á móti víða orð­in sú að vatns­afls­fyrir­tæki sjá sér frem­ur hag í því að selja fram­leiðslu sína inn á almennan markað. Þess í stað eru það vind­orku­fyrir­tæki sem nú bjóða oft hag­kvæm­ustu samn­ing­ana fyr­ir stór­not­end­ur. Þetta er alger­lega nýr raun­veru­leiki og mun vafa­lítið hafa veru­leg áhrif á raf­orku­við­skipti víða um heim á kom­andi árum.

Norræn fyrirtæki í fararbroddi 

Það eru sem sagt nýir vind­myllu­garð­ar sem nú bjóða hag­kvæm­ustu lang­tíma­samn­ing­ana í raf­orku­við­skipt­um. Þetta á eink­um við í Evrópu en þekk­ist þó víð­ar um heim­inn. Þarna hafa norræn orku­fyrir­tæki verið braut­ryðj­end­ur og einn­ig hafa svona samn­ing­ar orðið algeng­ari í lönd­um eins og Bret­landi og Banda­ríkj­un­um.

Lengsti vindorkusamningurinn til þessa er til 29 ára

Bestu norrænu dæmin um svona lang­tíma­samn­inga vind­orku­fyrir­tækja og stór­not­enda um raf­orku­við­skipti er raf­orku­sala til ál­fyrir­tækja í Noregi. Þar hafa bæði Alcoa og Norsk Hydro verið að gera samn­inga um kaup á miklu orku­magni frá vind­myllu­görð­um í Noregi og Svíþjóð. Nýjasti samn­ing­ur­inn af þessu tagi er jafn­framt sá sem var að slá met í gildis­tíma. Þar samdi Norsk Hydro um kaup á nálægt 800 GWst ár­lega frá 235 MW vind­myllu­garði í Sví­þjóð.

Norsk-Hydro-aluminum-smelter-norwayÞað er til marks um umfang þessa samn­ings að hann sam­svar­ar um 75% af allri raf­orku­notkun járn­blendi­verk­smiðju Elkem á Grund­ar­tanga. Og þessi nýjasti stóri vind­orku­samn­ing­ur í Skandinavíu er vel að merkja í takti við ýmsa aðra svip­aða samn­inga sem gerð­ir hafa ver­ið und­an­far­in misseri, nema hvað samn­ings­tím­inn þarna er óvenju lang­ur eða 29 ár. Tal­ið er að þetta sé lengsti samn­ing­ur um kaup á vind­orku sem gerð­ur hef­ur ver­ið í heim­inum til þessa.

Þróunin á Íslandi kann að verða svipuð

Þessi langi samn­ings­tími er mjög táknrænn fyrir það að tækn­in í vind­ork­unni er ekki að­eins að verða sí­fellt betri og ódýr­ari, held­ur eru vind­myll­urnar líka að verða ein­fald­ari í við­haldi. Nú eru vindmyllugarðar sem sagt álitnir bæði hagkvæmir og lítt áhættusamir í rekstri.

Til að unnt sé að nýta ódýra vind­orku í mikl­um mæli þurfa að vera fyr­ir hendi raf­orku­ver sem geta jafn­að út fram­leiðslu­sveiflur vind­myllu­garða. Í sum­um lönd­um eru það eink­um gas­orku­ver sem eru í því hlut­verki, en í Nor­egi og Sví­þjóð eru það stóru vatns­afls­fyrir­tækin sem sjá sér hag í því að sinna þess­um hluta raf­orku­mark­að­ar­ins.

Noway-wind-power-winterMeð svipuðum hætti og hjá norrænu frænd­um okkar er lík­legt að stóra ísl­enska vatns­afls­fyrir­tækið, Lands­virkjun, sjái hag í svona við­skipt­um. Það gæti bæði gerst með því að fyrir­tækið reisi sína eigin vind­myllu­garða og komi að samn­ing­um við önn­ur fyrir­tæki um vindorku­við­skipti og/eða verði í hlut­verki var­afls. Þarna eru ýmsir áhuga­verðir mögu­leikar.

Vegna ein­angrun­ar ísl­enska raf­orku­mark­að­ar­ins er senni­legt að hér verði þró­un­in ekki alveg með sama hætti og í Skandí­navíu. En það er næsta víst að lækk­andi kostn­að­ur vind­ork­unnar muni óhjá­kvæmi­lega hafa áhrif á orku­mark­að­inn hér, rétt eins og annars staðar.

Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði orkumála og vinnur m.a. að vindorkuverkefnum í samstarfi við evrópskt orkufyrirtæki.


Lögmál Ørsteds

Gömlu norrænu olíufyrirtækin eru skyndilega horfin. Að vísu ekki rekstur þeirra, heldur nöfnin. Fyrir­tækið Stat­oil er ekki lengur til. Því nafni þessa norska olíu­risa var ný­ve­rið breytt og heitir þetta tíunda stærsta olíu- og jarð­gas­fyrir­tæki heimsins á hluta­bréfa­mark­aðiEquinor.

Hitt rótgróna norræna olíufyrir­tækið, sem nú hefur skipt um nafn, er danska Dong Energi. Hér verður staldrað við vend­ing­ar Dong, sem nú hyggst al­far­ið kveðja skít­ugu kol­vetn­is­ork­una og ein­beita sér að grænni fram­tíð á alþjóð­leg­um mark­aði. Undir nýju peru­dönsku nafni; Ørsted!

Kolsvarta DONG

Danir fóru aðra leið en Norð­menn þegar olíu­ævin­týrið byrjaði í Norður­sjó fyrir næst­um hálfri öld. Í stað þess að ríkis­fyrir­tæki yrði leið­andi í dönsku vinnsl­unni, líkt og Statoil varð í Noregi, var það einka­fyrir­tækið A.P. Møller – Mærsk sem þar varð leið­andi. Engu að síður vildi danska rík­ið líka stússa í vinnslu á svarta gull­inu og fór sá rekstur fram und­ir merkj­um Dansk olie og naturgas; síðar kennt við skamm­stöf­un­ina Dong (sem mun reynd­ar eiga að skrifa með há­stöfum; DONG).

Norska Statoil varð miklu stærra olíufyrirtæki en danska Dong og var svo skráð á hluta­bréfa­markað, meðan Dong var áfram hefð­bundnara ríkis­fyrir­tæki. Ýmis­legt fleira hefur ver­ið ólíkt með þess­um norrænu fyrir­tækj­um og þá m.a. það að Dong var og er um­svifa­mikið í raf­orku­fram­leiðslu. Þar er fyrir­tækið í yfir­burða­stöðu á danska raf­orku­mark­aðnum. Lengst af var mest­öll raf­orka Dong fram­leidd í fjölda kola­orku­vera og því má segja að öll kjarna­starf­semi fyrir­tækis­ins hafi byggst á kol­svörtum kol­vetnis­bruna.

Danir virkja vindinn

Í kjölfar olíukreppunnar á 8. áratugnum fóru Danir að leita leiða til að verða sjálf­bær­ari um orku. Það er þá sem danska fyrir­tækið Vestas byrjar að hanna og þróa lilar vind­myllur. Og þar liggja ræt­ur þess að í dag er Vestas einn stærsti vind­myllu­fram­leið­andi heimsins.

LM-Wind-Power-1Annað dæmi um hugvit og verk­tækni Dana í vind­ork­unni er fyrir­tækið LM Wind Power (áður LM Glas­fiber). Þar þró­aðist fram­leiðsl­an frá bát­um og skút­um yfir í vind­myllu­spaða og í dag er LM Wind Power í farar­broddi í fram­leiðslu stærstu vind­myllu­spað­anna. Fyrir­tækið var selt til vind­orku­arms risa­fyrir­tækis­ins General Electric árið 2017.

Frá olíu og kolum yfir í vindorku

Eftir því sem vindorkutæknin þró­að­ist tók orku­fyrir­tækið Dong að setja upp vind­myllur í Dan­mörku og smám sam­an vann vind­orkan á sem um­tals­verður hluti raf­orku­fram­leiðslu Dong. Um 1990 reisti fyrir­tækið fyrsta vind­myllu­garð heims úti í sjó, við strönd dönsku eyjar­inn­ar Lolland. Þar var afl hverrar vind­myllu 0,45 MW, sem er t.d. helm­ingi minna en vind­myllur Lands­virkj­unar sem standa á Hafinu ofan við Búrfell. Það er ekki fyrr á síð­ustu tveim­ur ára­tug­um sem byrjað er að fram­leiða það sem kalla má stór­ar nú­tíma­leg­ar vind­myllur, þar sem afl hverrar myllu er nokk­ur mega­vött (MW).

Dong varð sem sagt frum­kvöðull í að nýta vind­ork­una úti í sjó og í dag ein­beitir Ørsted sér að slík­um stór­um vind­myllu­görðum. Það er nú stærsta fyrir­tæki heims í þeim bransa og ætl­ar héð­an í frá al­far­ið að ein­beita sér að endur­nýjan­legri orku. Meðal nú­ver­andi verk­efna fyrir­tæk­is­ins er s.k. Hornsea Wind verkefni á grynn­ing­un­um utan við Jór­vík­ur­skíri á Eng­landi. Full­byggð­ur á þessi risa­vaxni vind­myllu­garður að verða allt að 6.000 MW. Dong, þ.e. Ørsted, er þó vel að merkja enn með mörg kola­orku­ver í rekstri og ekki ráð­gert þeim öllu­m verði lokað. Þess í stað stend­ur til að um­breyta þeim í lif­massa­orkuver.

Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe kaupir dönsku ríkis­olíuna

Olíuverðlækkunin sem varð í kjölfar efnahags­þreng­ing­anna 2008 kom mjög illa við ríkis­fyrir­tækið Dong Energi. Upp úr því ákvað danska ríkis­stjórn­in að selja hluta félags­ins og skrá það á hluta­bréfa­markað. Þetta gerðist með sölu á um fimmt­ungs­hlut í Dong til banda­ríska fjár­fest­inga­bank­ans Gold­man Sachs árið 2013 og skrán­ingu fél­ags­ins á mark­að í framhaldi þeirr­ar sölu. Þessi við­skipti við Gold­man Sachs voru um­deild og ekki síður hvern­ig sumir stjórn­endur Dong högn­uðust hressi­lega á söl­unni. En það er önnur saga.

Í kjölfar þessara viðskipta með ríkis­fyrir­tækið Dong var svo stigið það grund­vallar­skref að selja alla olíu- og gas­vinnslu fyrir­tækisins. Og sá sem keypti her­leg­heitin var enginn annar en Jim Rat­cliffe, þ.e. fyrir­tæki hans Ineos. Sá hinn sami og hefur verið stór­tækur í jarða­kaupum austur á landi, en Ratcliffe mun nú vera rík­asti ein­stakl­ingur á Bret­landi.

Alþjóðlega vindorkufyrirtækið Ørsted

Nýjasta vendingin hjá DONG var að fylgja áherslu­breyt­ingu sinni eftir með því að breyta nafni fyrir­tæk­is­ins og taka upp hið þjála (sic) nafn Ørsted. Kannski má þó segja að Ørsted sé skemmti­legra og efnis­meira nafn en hið ósjarm­er­andi nýja nafn Stat­oil; Equinor.

Hans-Christian-Oersted-drawingNýja nafnið vísar til danska vísinda­manns­ins Hans Christian Ørsted. Margir Íslend­ingar kann­ast sjálf­sagt við það nafn úr ferð­um sín­um til Kóngs­ins Köben, þar sem við höf­um bæði H.C. Ørstedsvej og Ørsteds­parken! Utan Dan­merkur er Ørsted þó senni­legar þekkt­ast­ur fyrir lög­mál sitt um hvern­ig segul­svið mynd­ast um­hverfis raf­magns­leiðara.

Og nú er Ørsted sem sagt heiðraður með því að stærsta orku­fyrir­tæki Dan­merkur tekur upp nafn hans. Afkom­end­ur gamla H.C. Ørsted eru reynd­ar lítt hrifn­ir af því að fyrir­tæki úti í bæ taki nafn þeirra þann­ig trausta­taki. En hvað sem því líð­ur, þá mega Dan­ir eiga það að þeir standa mjög fram­ar­lega í marg­vís­legri tækni og þekk­ingu og það verður spenn­andi að fylgj­ast með hvern­ig Ørsted mun þróast og dafna.


Rís rándýr virkjun í norðri?

Áhuga­vert er að skoða saman­burð á kostn­aði ísl­enskra virkj­ana. Þá sést að kostn­að­ur­inn þar er mjög mis­mun­andi. T.a.m. er fyrir­hug­uð Hval­ár­virkj­un á Strönd­um í þessu sam­hengi ansið dýr virkj­un. Samt er mik­ill áhugi á að reisa virkj­un­ina. Sá vilji virðist end­ur­spegl­a ákveðna óhag­kvæmni í rekstri ísl­enska virkjana­kerfisins.

Kostnaðarsamanburður virkjana

Þegar fjallað er um kostnað nýrra virkj­ana á Ísl­andi er nær­tæk­ast að miða við töl­ur sem sett­ar voru fram í skýrslu sem unn­in var fyrir Sam­orku fyr­ir um tveim­ur ár­um og er birt á vef sam­tak­anna. Í skýrsl­unni er kostn­að­in­um dreift á fram­leidda raf­orku á líft­íma virkj­un­ar­inn­ar og þá fæst kostn­að­ur á hverja fram­leidda orku­ein­ingu (oft mi­ðað við eina MWst eða eina kWst). Á ensku er í þessu sam­bandi talað um level­ized cost of energy; LCOE. Þetta er að vísu ekki galla­laus að­ferð. En er engu að síður al­þekkt og al­mennt við­ur­kennd sem nokk­uð skyn­sam­leg leið til að bera sam­an fjár­hags­lega hag­kvæmni ólíkra virkjun­ar­kosta.

Hvalárvirkjun er nokkuð dýr virkjunar­kostur

Samkvæmt áður­nefndri skýrslu, sem unn­in var fyrir Sam­orku, er LCOE vegna Hval­ár­virkj­un­ar 49,70 USD/MWst. Til sam­an­burð­ar má nefna að skv. sömu skýrslu er LCOE vegna hinn­ar nýju Þeista­reykja­virkj­un­ar 28,90 USD/MWst og LCOE vegna fyrir­hug­aðrar Hvamms­virkj­un­ar í neðri hluta Þjórs­ár er 38,80 USD/MWst. Og LCOE vegna mögu­legrar jarð­varma­virkj­un­ar í Eld­vörp­um er sagð­ur vera 44,80 USD/MWst. Hval­ár­virkj­un er því nokk­uð dýr virkj­un­ar­kost­ur. Þar að auki yrði afar kostn­að­ar­samt að tengja virkj­un­ina við flutn­ings­kerfi Lands­nets. Þegar/ ef það er tek­ið með í reikn­ing­inn myndi sam­an­burð­ur­inn gera Hval­ár­virkjun enn­þá dýrari.

Hvalárvirkjun miklu dýrari en almennt raforkuverð

Í tilvitnaðri skýrslu er viðmiðunar­gengi USD sem nem­ur 125 ísl­ensk­um krón­um (ISK). Í dag er geng­ið nær 110 ISK. Slík­ar geng­is­sveifl­ur hafa ekki stór­felld áhrif á sam­an­burð virkj­un­ar­kostanna. Þess má geta að Hval­ár­virkj­un hef­ur ekki ver­ið kynnt sem raf­orku­kost­ur fyrir stór­iðju. Þess vegna virð­ist mega ganga út frá því að raf­orku­sal­an frá virkj­un­inni verði fyrst og fremst til almennra not­enda og t.a.m. mögu­lega einn­ig til smærri stór­not­enda eins og gagna­vera. Í reynd er þó ork­an frá Hval­ár­virkj­un ekki eyrna­merkt ein­stök­um teg­und­um raf­orku­not­enda.

Almennt heildsölu­verð á raf­magni á liðnu ári (2017) var að með­al­tali ná­lægt 4,5 ISK/kWst sem jafn­gildir 4.500 ISK/MWst. Með­al­gengi USD og ISK árið 2017 var 106,78 og því var almennt raf­orku­verð hér árið 2017 um 42 USD/MWst að meðaltali. Þetta verð er nokk­uð fjarri LCOE upp á 49,70 sem reikn­að hefur ver­ið út vegna Hval­ár­virkj­un­ar (auk þess sem tengi­kostn­að­ur við flutn­ings­mann­virkin eru ekki inni­fal­inn í þeirri tölu). Sam­kvæmt þessu er Hval­ár­virkj­un­ tölu­vert dýr­ari en al­mennt raf­orku­verð hér rétt­lætir.

HS Orka veit hvar hagkvæmni Hvalárvirkjunar liggur

Af framangreindu ætti að vera aug­ljóst að Hval­ár­virkj­un er dýr virkj­un­ar­kost­ur. Og mið­að við al­mennt raf­orku­verð geng­ur virkj­un­in ekki upp fjár­hags­lega. En veru­leik­inn er ekki alveg svona ein­fald­ur. Fyrir­tæk­ið sem á meiri­hlut­ann í þessu virkj­un­ar­verk­efni, HS Orka, sér ber­sýni­lega ein­hverja hag­kvæmni í virkj­un­inni. Við vit­um ekki ná­kvæm­lega hvaða út­reikn­ing­ar eða áætl­an­ir liggja þar að baki og verð­um því að reyna að geta okk­ur til þess.

Liggur hagkvæmni Hvalárvirkjunar í dýru topp­afli frá Lands­virkjun?

Höfundur veit ekki fyrir víst af hverju HS Orka sér hag­kvæmni við Hval­ár­virkj­un. Aft­ur á móti má vekja athygli á því að þau sem standa að sam­starfs­hópn­um Jarð­strengir hafa fært rök fyrir því að HS Orku sé mik­il­vægt að ráða yfir nýrri nokk­uð stórri vatns­afls­virkj­un til að geta upp­fyllt alla raf­orku­sölu­samn­inga sína. Eða ella kaupa dýrt topp­afl af Lands­virkjun.

Samkvæmt skrifum Jarð­strengja kaup­ir HS Orka veru­legt magn af raf­magni til að mæta álags­topp­um og í þeim við­skipt­um er fyrir­tæk­ið mjög háð fram­boði og verð­lagn­ingu Lands­virkj­un­ar. Og að Hval­ár­virkj­un hafi fyrst og fremst þann til­gang að minnka eða losa HS Orku und­an þess­um dýru topp­afls­kaupum.

Jarðstrengir kunna þarna að hafa nokk­uð til síns máls. Þann­ig segir ber­um orð­um í gögn­um Orku­stofn­un­ar um Hval­ár­virkj­un (við­auki 05 af 92 við skýrslu Orku­stofn­un­ar OS-2015/02) að virkj­un­in muni „nýt­ast best eig­end­um sín­um sem topp­afls virkj­un“. Þetta orða­lag kann að vera vís­bend­ing um að til­gang­ur virkj­un­ar­inn­ar sé ein­mitt fyrst og fremst að mæta topp­afls­þörf HS Orku. Í til­viki ekki stærri vatns­afls­virkj­un­ar með miðl­un er aug­ljós­lega hag­kvæmt að nýta virkj­un­ina með þessum hætti. Um leið má hafa í huga að skv. skrif­um Jarð­strengja er HS Orka að greiða Lands­virkj­un sem nem­ur 150-200 USD/MWst fyr­ir raf­orku á álags­tímum.

Huga þarf að aukinni hagkvæmni í raforku­kerfinu

Miðað við uppgefna kostnaðar­tölu Hval­ár­virkj­unar, sbr. hér fyrr í greininni, virð­ist sem Jarð­strengir kunni að hafa les­ið rétt í það hvert við­skipta­módel Hval­ár­virkj­un­ar sé. Þ.e. að HS Orka vilji minnka veru­lega þörf sína á að kaupa dýrt topp­afl frá Lands­virkj­un (jafn­vel þó svo verð­ið á því sé leynd­ar­mál og því óvíst).

Það er ekki heppilegt ef reyndin er sú að orku­fyrir­tæki þurfi að reisa svo dýra 55 MW virkj­un norð­ur á Strönd­um til að mæta toppafli. Sennilega er til betri leið til að tryggja raf­orku­geir­an­um nægt raf­magn til að upp­fylla orku­sölu­samn­inga sína. Hvern­ig væri t.a.m. að reyna að ná meiri hag­kvæmni út úr hinu stóra íslenska vatns­afls­kerfi? Kerfinu sem þegar er til staðar.

Í reynd liggur tölu­verð innbyggð of­fjár­festing í hinu stóra kerfi miðl­un­ar­lóna og vatns­afls­virkjana sem Lands­virkjun ræð­ur yfir. Sú „of­fjár­fest­ing“ kem­ur til af því að Lands­virkj­un þarf að hafa borð fyrir báru til að geta upp­fyllt orku­sölu­samn­inga sína á mis­góð­um vatns­tímabilum. Þar skipta samn­ing­arn­ir við stór­iðju­fyrir­tæk­in fjög­ur mestu máli.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Orku­stofn­un­ar er meðal­nýt­ing íslensku vatns­afls­virkj­an­anna um 66%. Það væri þjóð­hags­lega æski­legt að finna leið­ir til að þetta stóra kerfi geti skil­að meri raf­orku með lág­marks til­kostn­aði. Þann­ig myndu allir fá ávinn­ing; bæði Lands­virkj­un, önn­ur raf­orku­fyrir­tæki og neyt­endur. Og það er reynd­ar aug­ljóst hvern­ig þetta markmið gæti náðst með hag­kvæmum hætti. Sem er með sam­spili þessa gríðar­stóra vatns­afls­kerfis og ódýrrar vind­orku. Það ánægju­leg­asta við tíð­ind­in af lækk­andi kostn­aði vind­orku er tví­mæla­laust að þetta skap­ar hag­kvæma leið til að auka hér raf­orku­fram­boð án eins mikils til­kostn­að­ar eins og ella væri.

----------------------------

Lazard-LCOE-version-11_2017-tableHöfundur vinn­ur að vind­orku­verk­efnum í sam­starfi við evrópskt orku­fyrir­tæki. Hér til hlið­ar má sjá nýjasta kostn­að­ar­mat Lazard á mis­mun­andi virkj­un­ar­kost­um og þar er vind­orkan nú með lægstan kostnað; allt niður í 30 USD/MWst. Þess­ar tölur Lazard eru frá 2017, en þess má geta að nú eru vís­bend­ing­ar um að raf­orku­fram­leiðsla með sólars­ellum á hag­kvæm­um svæð­um sé að verða ódýr­asta teg­und­in af nýjum raf­orku­verkefnumSvo myndi ekki vera á Ísl­andi (of lítil með­al­geisl­un), en hér á landi eru aft­ur á móti vind­að­stæð­ur með því besta sem ger­ist í heim­inum.


Bætt nýting orku­kerfisins með betra flutningskerfi

Veru­legt átak þarf til að bæta flutn­ing og dreif­ingu á raf­orku um landið og Lands­net þarf að byggja upp traust gagn­vart því að velja réttu leið­ina fyrir nýj­ar há­spennu­lín­ur. Þetta er álit for­stjóra Lands­virkj­unar (LV) og kom ný­ver­ið fram í við­tali á morgun­út­varpi RÚV, en LV er ein­mitt lang­stærsti eig­andi Lands­nets. Við sama tæki­færi sagði for­stjóri LV að leita þurfi leiða til að setja há­spennu­lín­ur í meira mæli í jörð og veita Lands­neti auk­ið kostn­að­ar­svig­rúm. Enda eru jarð­streng­ir oft­ast dýr­ari kost­ur en loft­línur.

Þessi áhersla LV á bætt flutn­ings­kerfi raf­magns á Ísl­andi kem­ur ekki á óvart. Með bættu flutn­ings­kerfi myndi nýt­ing raforku­ker­fis­ins verða betri og kerf­ið skila meiri hag­kvæmni. Þess­ari auknu hag­kvæmni má skipta í tvo megin­flokka:

  1. Annars vegar stuðlar bætt flutn­ings­kerfi að því að gera kleift að koma meiru af raf­orku frá nú­verandi virkj­un­um til not­enda. Besta dæm­ið um þetta snýr senni­lega að hinni nýju Þeista­reykja­virkjun. Þar hyggst kísil­ver PCC á Bakka við Húsa­vík nota um 60 MW af heild­ar­afli virkj­un­ar­inn­ar sem er alls 90 MW. Þarna verður tals­vert afl sem ekki mun nýt­ast mið­að við nú­ver­andi flutn­ings­getu. Nú­ver­andi há­spennu­lín­ur frá Þeista­reykja­virkjun myndu t.a.m. ekki ráða við að flytja um­tals­vert aukið magn raf­orku til ál­vers­ins á Reyð­ar­firði, loðnu­verk­smiðja á Aust­ur­landi né til Eyja­fjarð­ar­svæðis­ins.

  2. Hins vegar stuðlar bætt flutn­ings­kerfi að því að unnt yrði að nýta hag­kvæm­ustu orku­kost­ina við bygg­ingu nýrra virkj­ana. Þar má t.d. nefna mögu­leik­ann á að byggja s.k. Blöndu­veitu. Með henni væri unnt að auka raf­orku­fram­leiðsl­una í Blöndu veru­lega með hag­kvæm­um hætti. En eins og stað­an er núna væri ekki unnt að koma raf­ork­unni það­an til þeirra svæða þar sem eftir­spurn­in er. Enn er óvíst hvenær Lands­net nær að mæta flutn­ings­þörf þess­arar hag­kvæmu virkj­un­ar­fram­kvæmdar.

Einnig þarf að huga að styrk­ingu flutn­ings­kerf­is­ins til að geta nýtt þann orku­kost sem nú er að verða ódýr­ast­ur. Sem er vind­orkan. Þar fer kostn­að­ur­inn jafnt og þétt lækk­andi og er nú svo kom­ið að raf­orku­fram­leiðsla af því tagi (í sam­spili við nú­ver­andi vatns­afls­kerfi) gæti mætt auk­inni raf­orku­þörf á Ísl­andi með afar hag­kvæm­um hætti. Fyr­ir vik­ið má vænta þess að Lands­net sé far­ið að skoða hvar lík­leg­ast sé að stór­ir vind­myllu­garð­ar komi til með rísa hér.

Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði orkumála og vinnur m.a. að vindorkuverkefnum í samstarfi við evrópskt orkufyrirtæki. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband