Bætt nýting orku­kerfisins með betra flutningskerfi

Veru­legt átak þarf til að bæta flutn­ing og dreif­ingu á raf­orku um landið og Lands­net þarf að byggja upp traust gagn­vart því að velja réttu leið­ina fyrir nýj­ar há­spennu­lín­ur. Þetta er álit for­stjóra Lands­virkj­unar (LV) og kom ný­ver­ið fram í við­tali á morgun­út­varpi RÚV, en LV er ein­mitt lang­stærsti eig­andi Lands­nets. Við sama tæki­færi sagði for­stjóri LV að leita þurfi leiða til að setja há­spennu­lín­ur í meira mæli í jörð og veita Lands­neti auk­ið kostn­að­ar­svig­rúm. Enda eru jarð­streng­ir oft­ast dýr­ari kost­ur en loft­línur.

Þessi áhersla LV á bætt flutn­ings­kerfi raf­magns á Ísl­andi kem­ur ekki á óvart. Með bættu flutn­ings­kerfi myndi nýt­ing raforku­ker­fis­ins verða betri og kerf­ið skila meiri hag­kvæmni. Þess­ari auknu hag­kvæmni má skipta í tvo megin­flokka:

  1. Annars vegar stuðlar bætt flutn­ings­kerfi að því að gera kleift að koma meiru af raf­orku frá nú­verandi virkj­un­um til not­enda. Besta dæm­ið um þetta snýr senni­lega að hinni nýju Þeista­reykja­virkjun. Þar hyggst kísil­ver PCC á Bakka við Húsa­vík nota um 60 MW af heild­ar­afli virkj­un­ar­inn­ar sem er alls 90 MW. Þarna verður tals­vert afl sem ekki mun nýt­ast mið­að við nú­ver­andi flutn­ings­getu. Nú­ver­andi há­spennu­lín­ur frá Þeista­reykja­virkjun myndu t.a.m. ekki ráða við að flytja um­tals­vert aukið magn raf­orku til ál­vers­ins á Reyð­ar­firði, loðnu­verk­smiðja á Aust­ur­landi né til Eyja­fjarð­ar­svæðis­ins.

  2. Hins vegar stuðlar bætt flutn­ings­kerfi að því að unnt yrði að nýta hag­kvæm­ustu orku­kost­ina við bygg­ingu nýrra virkj­ana. Þar má t.d. nefna mögu­leik­ann á að byggja s.k. Blöndu­veitu. Með henni væri unnt að auka raf­orku­fram­leiðsl­una í Blöndu veru­lega með hag­kvæm­um hætti. En eins og stað­an er núna væri ekki unnt að koma raf­ork­unni það­an til þeirra svæða þar sem eftir­spurn­in er. Enn er óvíst hvenær Lands­net nær að mæta flutn­ings­þörf þess­arar hag­kvæmu virkj­un­ar­fram­kvæmdar.

Einnig þarf að huga að styrk­ingu flutn­ings­kerf­is­ins til að geta nýtt þann orku­kost sem nú er að verða ódýr­ast­ur. Sem er vind­orkan. Þar fer kostn­að­ur­inn jafnt og þétt lækk­andi og er nú svo kom­ið að raf­orku­fram­leiðsla af því tagi (í sam­spili við nú­ver­andi vatns­afls­kerfi) gæti mætt auk­inni raf­orku­þörf á Ísl­andi með afar hag­kvæm­um hætti. Fyr­ir vik­ið má vænta þess að Lands­net sé far­ið að skoða hvar lík­leg­ast sé að stór­ir vind­myllu­garð­ar komi til með rísa hér.

Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði orkumála og vinnur m.a. að vindorkuverkefnum í samstarfi við evrópskt orkufyrirtæki. 


Beðið eftir hærri arðgreiðslu frá Landsvirkjun

Landsvirkjun er nú að ljúka við hina nýju Búrfells­virkj­un og Þeista­reykja­virkj­un er líka tilbúin. Skv. yfir­lýs­ingum fyrir­tæk­is­ins hyggst það ekki ráð­ast í nein­ar nýjar fram­kvæmd­ir fyrr en eftir um 3-4 ár. Þar með mun Lands­virkj­un ekki þurfa að verja pen­ing­um úr rekstri í stór­ar fram­kvæmd­ir á næstu árum, né taka auk­in lán.

Þá eru almenn rekstrarskilyrði fyrir­tækis­ins sú um stundir mjög hag­stæð. Lands­virk­jun hefur því vænt­an­lega góða mögu­leika til að auka arð­greiðsl­ur veru­lega. Og hef­ur boð­að það ítrek­að. En hvenær skyldi það verða? Í þess­ari grein er far­ið yfir yfir­lýs­ing­ar Lands­virkj­un­ar um aukn­ar arð­greiðsl­ur og sett­ar fram til­gát­ur um af hverju þær yfir­lýsing­ar hafa enn ekki geng­ið eftir. 

Biðin frá 2015

Það er farið að teygjast á bið­inni eftir aukn­um arð­greiðsl­um Lands­virkj­un­ar (LV) til eig­anda síns; ísl­enska rík­is­ins. Í maí 2015, þ.e. fyr­ir þrem­ur ár­um síð­an, var boð­að að arð­greiðsl­ur LV myndu geta hækk­að „efti­r tvö til þrjú ár“ og á nokkrum ár­um farið í 10-20 milljarða árlega.

Í reynd hélst arðgreiðslan lítt breytt 2016 og líka 2017 og líka 2018. Samt sagði LV í mars 2017 að arð­greiðsl­urnar myndu byrja að hækka á ár­inu 2018. Reynd­in varð aft­ur á móti sú að arð­greiðsl­an 2018 var svo til hin sama þá eins og hún hafði ver­ið árið áður

Arðgreiðslan í ISK fór hæst vegna rekstrarársins 2011

LV-ardgreidlsur-2008-2018_Hreyfiafl-2018Arðgreiðsla LV í íslenskum krón­um hef­ur nú svo til stað­ið í stað í sjö ár. Og allt frá 2012 hefur arðgreiðsla LV meira að segja verið nokkru lægri í krónum talið en hún var það árið (2012), sbr. tafl­an hér til hlið­ar. Fram til þessa fór arð­greiðsla LV í krón­um tal­ið sem sagt hæst í kjölfar rekstrar­árs­ins 2011.

Núna þremur árum eftir að miklar hækk­an­ir voru boð­að­ar á arð­greiðslu­getu LV eru arð­greiðsl­urnar sem sagt enn­þá svo til óbreytt­ar frá því sem var. Það breyt­ir því þó ekki að geta fyrir­tæk­is­ins til að greiða eiganda sínum arð hefur auk­ist. Og enn er hækk­un á arð­greiðslu LV boð­uð og nú að hún hækki á næsta ári

Hærra raforkuverð, aukin sala og hagstæð ytri skilyrði

Síðustu misserin og árin hefur flest fallið með LV. Það var t.a.m. stórt skref þeg­ar fyrir­tæk­ið náði árið 2016 að semja við Norð­ur­ál (Century Alumin­um) um verð­teng­ingu við norræna mark­aðs­verð­ið (El­spot á Nord Pool Spot). Sá samn­ing­ur tek­ur gildi síðla árs 2019 og ætti að auka arð­greiðslu­getu LV umtalsvert. Sama gæti gerst vegna járn­blendi­verk­smiðju Elkem, en þar verð­ur raf­orku­verðið frá og með 2019 ákveð­ið af sér­stök­um gerð­ar­dómi. Þess­ar verð­hækk­an­ir munu verða að veru­leika á næsta ári (2019).

Þá hefur verið sterk eftir­spurn frá gagna­ver­um eft­ir raf­orku. Það hjálp­ar LV að hrista af sér það áfall þegar kísil­verk­smiðja United Sili­con varð gjald­þrota og kaup á sem nemur 35 MW féllu niður. Svo eru góð­ar von­ir um að ál­verð hald­ist nokk­uð hátt næstu misser­in, sem myndi hafa já­kvæð áhrif á tekj­ur LV frá ál­ver­un­um á Grund­ar­tanga og Reyð­ar­firði (þró­un ál­verðs er að vísu allt­af afar óviss). Loks gæti ISK veikst gagn­vart USD, sem myndi hafa já­kvæð áhrif á rekstra­kostn­að­ar­lið­inn í reikn­ing­um LV. Allt ætti þetta að hjálpa fyrir­tæk­inu til að skila bættri af­komu og gefa tæki­færi á meiri arð­greiðslum.

Margboðuð hækkun arðgreiðslu varð ekki í ár

Miðað við jákvæða þróunina á fjárhag LV síð­ustu árin og orð for­stjóra fyrir­tæk­is­ins árið 2017 um að arð­greiðsl­an byrji að hækka á ár­inu 2018 átti sá sem þetta skrif­ar von á því að arð­greiðsl­an í ár myndi hækka eitt­hvað frá því sem ver­ið hafði. Og áleit að hún gæti orð­ið um 5 milljarð­ar í ár, þ.e. vegna rekstrar­árs­ins 2017. En reynd­in varð sú að greiðsl­an hélst enn og aftur ná­lægt 1,5 milljarði króna.

Engu að síður má senni­lega gera ráð fyrir að á næsta ári (þ.e. 2019 í kjölfar rekstrar­árs­ins 2018) verði arð­greiðsl­an hærri. Enda hamrar LV ennþá á því að árlegar arðgreiðslur stefni í 10-20 milljarða. Að vísu gerði LV ráð fyrir því árið 2017 að arð­greiðsl­an yrði hærri strax árið 2018, þ.a. þarna er ekki alveg á vís­an að róa. Á næsta ári verð­ur vel að merkja kom­ið 2019 og þá orð­in fjög­ur ár síð­an stór­aukn­ar arð­greiðsl­ur LV voru boð­að­ar

Viðkvæmt lánshæfismat og enn enginn auðlindasjóður

Hafa ber í huga það er ekki forstjóri eða fram­kvæmda­stjórn LV sem ákveð­ur arð­greiðsl­una. Sú ákvörð­un er á valdi stjórn­ar fyrir­tækis­ins. Og stjórn­in álít­ur ber­sýni­lega ekki enn tíma­bært að arð­greiðsl­an hækki. Vænt­an­lega er sú ákvörð­un byggð á ráð­um for­stjór­ans.

Það er sennilega eink­um tvennt sem veldur því að arð­greiðsl­an hef­ur enn ekki ver­ið hækk­uð. Ann­ars veg­ar að enn hefur ekki ver­ið stofn­að­ur sá auð­linda­sjóð­ur sem stjórn­völd hafa stefnt að í nokk­ur ár og nú­ver­andi ríkis­stjórn virðist líka um­hugað um. Hins vegar er að skyn­sam­legt kann að hafa þótt að bíða að­eins leng­ur með hækkun arð­greiðslunnar til að halda við upp­gang­inum í láns­hæfis­mati fyrir­tæksins.

Kannski skipt­ir þetta síð­ast­nefnda mestu um það að arð­greiðsl­an er enn ekki byrj­uð að hækka. Lækkun skulda kemur sem sagt fram­ar í for­gangs­röð­inni en hækk­un arð­greiðslna. Engu að síð­ur kem­ur á óvart, mið­að við sí­end­ur­tekn­ar yfir­lýs­ing­ar LV s.l. þrjú ár, að enn skuli ekki sjást almenni­legt skref í hækk­un á arð­greiðslunni.

Hækkar arðgreiðsla Landsvirkjunar loksins á næsta ári?

Vegna boðaðs framkvæmdastopps LV næstu árin, líklegra verð­hækk­ana á raf­orku til Norð­ur­áls (og vænt­an­lega einn­ig hækk­un til Elkem) og að horf­ur eru á bæri­legu ál­verði næstu miss­erin, ætti að verða ein­falt að hækka arð­greiðsl­u LV veru­lega á kom­andi ári og árum. Við verð­um þó enn að bíða í næst­um heilt ár uns við sjáum hversu mik­ið fyrsta skref hækk­un­ar­inn­ar verður. Kannski má von­ast eftir u.þ.b. 5 milljörð­um króna í arð þá. Og jafn­vel meiru.

Þarna gæti þó nið­ur­staða gerð­ar­dóms um raf­orku­verð­ið til El­kem haft áhrif, enda er ber­sýni­legt að LV ger­ir sér von­ir um mikla hækk­un á verð­inu þar frá og með 2019. Bara sú hækk­un ein og sér gæti skil­að LV ná­lægt 2-2,5 milljörð­um króna í aukn­ar tekjur á árs­grund­velli. En verði hækk­un­in mun minni gæti hraðri aukn­ingu arð­greiðslna LV kannski enn seinkað. Um þessa stöðu LV mun vænt­an­lega eitt­hvað áhuga­vert koma fram á árs­fundi fyrir­tæk­is­ins, sem fram fer nú síðar í dag.


Virkjanir vegna sæstrengs

Í umræðu um mögu­legan raforku­streng milli Íslands og Bret­lands, oft nefnd­ur Ice­Link, hef­ur tölu­vert ver­ið fjall­að um flutn­ings­getu og raf­orku­þörf slíks sæ­strengs. Minna hefur verið fjall­að um það hvað­an raf­orkan fyrir streng­inn myndi koma; hvaða virkj­ana­fram­kvæmd­ir þyrfti að ráð­ast í til að næg orka væri fyrir kapal­inn. Um það er fjall­að í þess­ari grein.

Eldri sviðsmynd er að einhverju marki orðin úrelt

Ítarlegustu upplýsingarnar sem birst hafa til þessa um hvað þyrfti að virkja fyrir sæ­streng­inn má sjá í yfir­liti Orku­stofn­unar frá 2016 (sem fyrst og fremst byggir á upp­lýs­ing­um frá Lands­virkjun). Sú sviðs­mynd sem þar birt­ist er þó líklega að hluta til orðin úr­elt. Því þar er gert ráð fyrir að raf­orkan frá Þeista­reykja­virkjun verði nýtt fyrir streng­inn, en sú raf­orka er nú þegar að mestu seld til kísil­vers PCC á Bakka við Húsa­vík.

Sú sviðsmynd sem kynnt er í þess­ari grein um það hvað­an raf­orka fyrir sæ­streng gæti kom­ið, er sú sem grein­ar­höf­und­ar álítur hvað raun­hæfasta. Þó ber að hafa í huga að ýms­ar for­send­ur geta hæg­lega breyst og raunveruleg orkuöflun fyrir sæ­streng gæti því orðið með öðrum hætti.

Tekið skal fram að í sviðs­mynd­inni sem hér birt­ist er bæði mið­að við raf­orku­þörf sæstrengs og til­lit tek­ið til þeirrar auknu inn­lendu eftir­spurn­ar sem Orku­spár­nefnd gerir ráð fyrir. Og í því sambandi er við­mið­un­ar­árið 2025, enda segir fyrir­tæk­ið Atl­antic Super­Connect­ion það ár geta orðið fyrsta rekstra­rár sæ­strengs­ins. Það er að vísu ansið bratt að unnt yrði að ljúka öll­um nauð­syn­leg­um fram­kvæmd­um vegna sæ­strengs fyrir það tíma­mark. En þó svo strengn­um myndi seinka, yrði raf­orku­þörf þessa 1.000 MW strengs sú sama.

1.000 MW sæstrengur

Í umfjöllun um sæstreng­inn hefur reyndar verið nokk­uð mis­mun­andi hvaða stærð af kapli er miðað við. Sjá hefur mátt töl­ur frá 800 MW upp í 1.200 MW. Eðli máls­ins sam­kvæmt má gera ráð fyrir að eftir því sem streng­ur­inn yrði stærri (flutn­ings­get­an meiri) muni meiri raf­orka fara um streng­inn. Og um leið meira flutt út af raforku fram­leiddri á Íslandi og því meiri raf­orku­þörf. Í þess­ari grein er mið­að við að kapall­inn yrði 1.000 MW. Þetta er sama stærð eins og meðal­talið sem gef­ið er upp á vef LV og líka sama stærð eins og mið­að var við í skýrslu Kviku banka.

Raforkuþörf sæstrengs er um 5.800 GWst

Fræðilega séð gæti sæ­streng­ur upp á 1.000 MW flutt ná­lægt 9 þús­und GWst af raf­magni árlega, þ.e. ef hann væri ávallt full nýtt­ur (og ekk­ert orku­tap). Nýt­ing á svona strengj­um er þó jafn­an mun minni og er gjarn­an gert ráð fyrir um 65% nýt­ingu. Enda álít­ur LV lík­legt að kapall­inn myndi nýt­ast til að flytja út um 5.700 GWst árlega. Að auki myndu, að mati Landsvirkjunar, um 100 GWst tap­ast við flutn­ing­inn á raf­ork­unni til strengs­ins. Inn­lend raf­orku­fram­leiðslu­þörf vegna kapals­ins yrði því, að mati LV, um 5.800 GWst. Í skýrslu Kviku banka var gert ráð fyrir enn­þá meiri út­flutn­ingi eða allt að 7.000 GWst. Tala LV virðist raun­hæf­ari og er mið­að við hana í þess­ari grein.

Nauðsynleg aflaukning að lágmarki um 1.100 MW

Rétt eins og á við um flutn­ings­tækið sæ­streng, er nýt­ing fram­leiðslu­tæk­is­ins virkj­ana mis­jöfn. Það er m.ö.o. mis­jafnt hversu vel afl virkj­ana nýt­ist í hverri virkj­un fyrir sig. Nefna má að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Orku­stofn­un er með­al­nýt­ing afls íslenskra vatns­afls­virkj­ana ná­lægt 66%. Í þeirri sviðs­mynd sem hér er kynnt myndi þurfa nýtt afl upp á um 1.100 MW til að upp­fylla raf­orku­þörf upp á 5.800 GWst.

Sú tala (1.100 MW) rímar nokkuð vel við sviðs­mynd LV (sem Orku­stofn­un hef­ur líka kynnt). Þar er reynd­ar gert ráð fyrir enn­þá meiri afl­þörf, en sá mun­ur skýr­ist aðal­lega af því að í sviðs­mynd LV er gert ráð fyr­ir aðeins meiri vind­orku en í sviðs­mynd grein­ar­höf­und­ar. Og að í sviðs­mynd grein­ar­höf­und­ar er gert ráð fyrir meira vatns­afli en LV gerir (þar skipt­ir Holta­virkj­un mestu máli). Það má því líta á tölu grein­ar­höf­und­ar sem al­gert lág­mark. Og að lítið megi út af bregða til að afl­þörf sæ­strengs yrði í reynd aðeins meiri en um­rædd 1.100 MW.

Aflþörfin gæti verið nær 1.300 MW

Mögulega yrði aflþörfin fyrir 1.000 MW streng sem sagt nokkru meiri en áðurnefnd 1.100 MW og jafn­vel tölu­vert meiri (ca. 10-20% meiri). Hér má hafa í huga að í skýrslu Kviku banka var gert ráð fyrir afl­þörf upp á um 1.450 MW. En þar var vel að merkja líka gert ráð fyrir tölu­vert meiri nýt­ingu á strengn­um en LV ger­ir. Með vik­mörk í huga og u.þ.b. 65% nýt­ingu á 1.000 MW sæ­streng, má sem sagt ætla að hann myndi kalla á nýjar virkj­ana­fram­kvæmd­ir sem sam­tals yrðu a.m.k. 1.100 MW og mögu­lega allt að 20% meira eða nálægt 1.300 MW.

Bæði nýjar virkjanir og stækkun eldri virkjana

Umrætt afl, hvort sem það yrðu 1.100 MW eða nær 1.300 MW, myndi ann­ars veg­ar verða í formi nýrra virkj­ana og hins vegar yrði hluta aflsins bætt við í eldri virkj­anir. Nýju virkj­an­irnar yrðu lík­lega blanda af vatns­afls­virkj­un­um, jarð­varma­virkj­un­um og vind­myll­um. Að mati LV yrðu um 270 MW í nýjum hefð­bundnum vatns­afls- og jarð­varma­virkj­unum og um 449 MW yrðu vind­myllur ásamt óhefð­bundnum vatnsafls- og jarð­varma­virkj­unum (litlar rennslis­virkj­an­ir og lág­hita­virkj­an­ir). Loks yrði um 401 MW bætt við nú­ver­andi vatns­afls­virkj­an­ir. Sam­kvæmt LV yrði afl­aukn­ing­in í eldri virkj­unum mest í Kára­hnjúka­virkj­un (Fljóts­dals­stöð), en afgang­ur afl­aukn­ing­ar­innar myndi dreif­ast á nokkrar virkj­anir á Þjórsár- og Tungna­ár­svæðinu.

Hvaðan eiga þessar 5.800 GWst að koma?

Þær upplýsingar sem birst hafa opin­ber­lega um hvern­ig unnt sé að upp­fylla raf­orku­þörf sæ­strengs hafa verið mjög gróf­ar. Í skýrslunni sem Kvika banki vann fyrir stjórn­völd kom fram að hátt hlut­fall af raf­ork­unni myndi koma frá nýj­um jarð­varma­virkj­un­um og vind­myllu­görð­um, en mjög tak­mark­að­ur hluti frá nýjum vatns­afls­virkj­un­um. Í sviðs­mynd LV hef­ur aftur á móti ekki verið greint þarna á milli nýrra jarð­varma­virkj­ana og vatns­aflsvirkj­ana. Við vitum því ekki hvaða virkj­anir það nákvæm­lega eru sem LV horf­ir til vegna sæ­strengs. En hin grófa sviðs­mynd LV er að eftir­far­andi fram­kvæmd­ir geti skil­að um­ræddum 5.800 GWst fyrir sæstreng (tölur skv. sviðsmynd greinarhöfundar eru í sviga):

  • 2.100 GWst (2.145) komi frá nýjum hefðbundnum virkj­unum.
  • 1.800 GWst (1.759) komi frá nýjum óhefðbundnum virkj­unum.
  • 1.900 GWst (1.900) komi með nýjum hverfl­um í nú­ver­andi virkj­unum og bættri nýt­ingu miðl­un­ar­lóna.

Island-raforkuthorf-fram-til-2025-med-saestreng_Hreyfiafl-2018Á grafinu hér til hliðar má sjá sviðs­mynd grein­ar­höf­und­ar um hvern­ig upp­fylla mætti þessa auknu raf­orku­þörf. Þegar miðað er við að sæ­srengur yrði kom­inn í rekstur 2025 er rétt að minn­ast þess að skv. Orku­spár­nefnd er áætl­að að fram til þess tíma muni raf­orku­eft­ir­spurn hér inn­an­lands auk­ast um u.þ.b. 1.700 GWst frá því sem var 2017. Sam­tals þyrfti því að auka raf­orku­fram­boð á Íslandi um u.þ.b. 7.500 GWst til að upp­fylla sam­an­lagða inn­lenda raf­orku­þörf 2025 og raf­orku­þörf sæstrengs. Í sviðsmynd grein­ar­höf­und­ar er gerð grein fyrir þessari auknu inn­lendu orkuþörf í lið A í töflunni (sbr. einnig fyrri skrif um þetta). Eftirfarandi er nánari útlistun á því hvernig orkuþörfinni yrði mætt:

Aukin innlend eftirspurn: Um 1.700 GWst (A)

Á töflunni eru fyrst (merkt A) tilgreindar virkjanir sem geta uppfyllt vöxt­inn í raf­orku­þörf hér inn­an­lands fram á 2025. Þær virkj­an­ir eru, auk nýju Búr­fells­virkj­un­ar og Þeista­reykja­virkj­un­ar sem nú er veri­ð að ljúka við, sam­bland af litl­um vatns­afls­virkj­un­um (ca. þrjár tals­ins með afl sem næmi um 25 MW), vind­myll­um (ca. 100 MW) og ein jarð­varma­virkj­un (ca. 50 MW) sem gæti t.a.m. ver­ið virkj­un HS Orku í Eld­vörp­um.

Þess­ar virkj­an­ir myndu vel að merkja geta skil­að nokkru meiri fram­leiðslu en þeim 1.733 GWst sem Orku­spár­nefnd mið­ar við, eða alls um 2.000 GWst. Sá mun­ur er eðli­leg­ur í því ljósi að bæði litlu vatns­afls­virkj­an­irnar og vind­myllu­garð­ar eru lík­legir til að skila nokk­uð sveiflu­kenndri fram­leiðslu. Það skal áréttað að auðvitað má hugsa sér ýmsa aðra möguleika um það hvernig mæta skal aukinni raforkuþörf hér innanlands.

Nýjar hefðbundnar virkjanir fyrir sæstreng: Um 2.100 GWst (B)

Þær nýju „hefðbundnu“ virkj­anir sem myndu skila um 2.100 GWst fyrir sæ­streng­inn (merkt B í töflunni hér að ofan) gætu orðið fimm virkj­anir; Hvamms­virkjun (ca. 93 MW) og Holta­virkjun (ca. 57 MW) í Þjórsá, Blöndu­veitu­virkjun (ca. 30 MW) og nýjar jarð­varma­virkj­anir í Kröflu (ca. 45 MW) og Bjarnar­flagi (ca. 45 MW). Sam­an­lagt má ætla að þess­ar fimm virkj­anir myndu fram­leiða um 2.145 GWst ár­lega, þ.e. ná­lægt þeim 2.100 GWst sem LV álít­ur að koma þurfi frá nýjum hefð­bundnum virkj­un­um. Og þetta yrðu þá mögulega fimm nýjar hefð­bundnar virkj­anir sem bein­lín­is yrðu reist­ar vegna sæ­strengsins.

Nýjar óhefðbundnar virkjanir fyrir sæstreng: Um 1.800 GWst (D)

Þá er komið að s.k. óhefð­bundnum virkj­un­um (sbr. liður D í töflunni að ofan). Í áætlunum sínum gerir LV ráð fyrir að megn­ið af „óhefð­bundnum“ virkj­un­um fyrir sæ­streng verði í formi vind­myllu­garða. Að auki gerir fyrir­tækið ráð fyrir að unnt verði að reisa litlar vatns­afls­virkj­anir og lág­hita­virkj­anir til að mæta raf­orku­þörf sæ­strengsins.

Sviðsmynd greinarhöfundar hér fylgir þessum áætl­un­um LV í megin­atrið­um, en gerir þó ráð fyrir að þessar „óhefð­bundnu“ virkj­an­ir myndu út­vega ör­lít­ið minni raforku (þ.e. 1.759 GWst, en skv. áætl­un­um LV eiga þær að út­vega um 1.800 GWst). Mun­ur­inn þarna er svo lítill að hann er ef­laust inn­an óvissu­marka LV og sviðs­mynd­irnar því sam­bæri­legar.

Nýir hverflar og bætt nýting vegna sæstrengs: 1.900 GWst (C)

Afgangurinn sem vantar til að uppfylla raf­orku­þörf sæ­strengs­ins fæst með bættri nýt­ingu nú­ver­andi vatns­afls­kerf­is (merkt C í töflunni að ofan). Þetta ger­ist annars vegar með því að stýra miðl­un með öðrum hætti en gert er í hinu nú­ver­andi af­lok­aða ísl­enska raf­orku­kerfi. Vegna þess að kerf­ið er nú ein­angrað og LV þarf að tryggja mjög áreiðan­lega raf­orku­afhend­ingu til stór­iðj­unnar, eru stóru ísl­ensku vatns­afls­virkj­an­irnar í reynd hann­aðar þann­ig að miðl­un­ar­lón­in eru nokkru stærri en væri ef LV hefði haft að­gang að t.d. evrópsku vara­fli um sæ­streng. M.ö.o. þá gæf­i sæ­streng­ur­inn færi á að ná meiri raf­orku út úr hinu stóra kerfi miðl­un­ar­lóna hér.

Um leið gæfist tækifæri til að minnka mjög það vatn sem nú flæðir stund­um á yfir­falli þegar miðl­un­ar­lón hér fyll­ast. Til að nýta þetta allt sem best myndi LV bæta hverfl­um (túrbínum) í bæði Fljóts­dals­stöð og í nokkrar nú­ver­andi virkj­an­ir á Þjórsár- og Tungna­ár­svæð­inu. Sam­tals áætl­ar LV að sú afl­aukn­ing gæti orðið um 400 MW (sem yrðu vel að merkja miklar fram­kvæmd­ir). Og LV áætl­ar að heild­ar­aukn­ing fram­leiðsl­unn­ar vegna bættrar nýt­ing­ar nú­ver­andi vatns­afls­virkj­ana fyr­ir­tæk­is­ins (þ.m.t. nýir hverfl­ar) gæti að meðal­tali num­ið um 1.900 GWst á ári.

Listi yfir mögulegar nýjar virkjanir

Hér í lokin eru teknar saman þær nýju virkjanir sem gera má ráð fyrir að þyrfti að ráð­ast í fram til 2025 ef áform um sæ­streng­inn ganga eftir (sjá töfl­una hér að neðan). Þar eru um­rædd­ar virkj­an­ir flokk­að­ar í þrennt; vatns­orku, jarð­varmaorku og vind­orku.

Island-raforkuthorf-virkjanir-fram-til-2025-med-saestreng_Hreyfiafl-2018Í sviðs­myndinni er gert ráð fyrir að sam­an­lagt nýtt afl vegna sæ­strengs­ins yrði um 1.120 MW. Að auki þarf, eins og áður hefur komið fram, að virkja tölu­vert vegna vax­andi inn­lendrar orku­eftir­spurn­ar. Hér er gert ráð fyrir að sú eftir­spurn muni koma frá blönd­uð­um teg­und­um virkj­ana, sem nemi alls 365 MW (þar eru bæði Búr­fells­virkjun hin nýja og Þeista­reykja­virkj­un með­taldar). Nýtt afl til að mæta bæði auk­inni inn­lendri eftir­spurn og eftir­spurn sæ­strengs, skv. þessari sviðs­mynd, er samtals 1.485 MW.

Í þessu ljósi er athygl­is­vert að breska fyr­ir­tæk­ið Atlantic Super­Connect­ion virð­ist gera ráð fyrir að sæ­streng­ur kunni að kalla á fáar og jafn­vel enga nýja virkj­un á Íslandi. Það sjónarmið breska fyrirtækisins stenst ekki m.v. 1.000 MW kapal sem nýta á að mestu til útflutnings frá Íslandi. Og varla stend­ur til að sæ­streng­ur­inn eigi í mikl­um mæli að verða nýtt­ur til að flytja raf­orku til Íslands.

Ýmsar sviðsmyndir mögulegar

Að sjálf­sögðu má setja upp alls konar sviðs­mynd­ir um það hvaða virkj­an­ir og hvaða stækk­anir nú­ver­andi virkj­ana myndu útvega nauð­syn­lega orku fyr­ir sæ­streng. Hér mætti líka nefna að miðað við um­ræð­una und­an­far­in misseri taka sjálf­sagt ein­hverj­ir les­end­ur eft­ir því að fyrirhuguð Hval­ár­virkj­un er ekki á þess­um lista. Eins og áður segir má hugsa sér ýmsa sam­setn­ingu virkj­ana, en sviðs­mynd­in hér end­ur­spegl­ar efa grein­ar­höf­und­ar um að Hval­ár­virkj­un rísi í bráð vegna mikils kostnaðar við bæði virkjun og flutningskerfi.

Í reynd er ekki hægt að sjá fyr­ir hver hin raun­veru­lega þró­un ná­kvæm­lega verð­ur. En hér hefur sem sagt ein sviðs­mynd verið kynnt. Og kannski ein sú raun­hæf­asta (að því gefnu að af sæ­strengn­um verði). Eins og áður sagði er þar gert ráð fyr­ir að sæ­streng­ur­inn myndi kalla á nýtt afl sem sam­tals nemi um 1.120 MW, en að mögu­lega myndi nýtt afl vegna kapalsins verða aðeins meira eða nær 1.300 MW. Að auki þarf svo að gera ráð fyrir nýju afi til að mæta auk­inni inn­lendri raf­orku­notkun. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband