Vindorkan orðin hagkvæmust

Fyrirtæki sem nota mikið rafmagn leggja eðli­lega mik­ið upp úr því að leita eftir ódýr­ustu raf­ork­unni. Um leið skipt­ir það þau miklu ef unnt er að tryggja að raf­magns­verðið rjúki ekki skyndi­lega upp. Þess vegna hafa slík fyrir­tæki löng­um sóst eftir lang­tíma­samn­ing­um með föstu orku­verði eða að verð­ið sé tengt þeirra eigin afurða­verði. Þann­ig draga þau mjög úr áhættu sinni. En nú eru að verða athygl­is­verð­ar breyt­ing­ar í þess háttar við­skipt­um, þar sem vind­orkan er að leysa vatns­aflið af hólmi sem hag­kvæm­asti kost­ur­inn fyrir stóra raf­orku­notendur.

Frá vatnsafli til vindorku

Sögulega hafa samn­ingar af þessu tagi, þ.e. um hag­stætt raf­orku­verð til langs tíma, eink­um ver­ið við fyrir­tæki sem reka stór­ar vatns­afls­virkj­an­ir. Slík­ar virkj­an­ir hafa boð­ið upp á það að selja raf­orku á hvað lægstu verði og það til langs tíma. Í dag er stað­an aftur á móti víða orð­in sú að vatns­afls­fyrir­tæki sjá sér frem­ur hag í því að selja fram­leiðslu sína inn á almennan markað. Þess í stað eru það vind­orku­fyrir­tæki sem nú bjóða oft hag­kvæm­ustu samn­ing­ana fyr­ir stór­not­end­ur. Þetta er alger­lega nýr raun­veru­leiki og mun vafa­lítið hafa veru­leg áhrif á raf­orku­við­skipti víða um heim á kom­andi árum.

Norræn fyrirtæki í fararbroddi 

Það eru sem sagt nýir vind­myllu­garð­ar sem nú bjóða hag­kvæm­ustu lang­tíma­samn­ing­ana í raf­orku­við­skipt­um. Þetta á eink­um við í Evrópu en þekk­ist þó víð­ar um heim­inn. Þarna hafa norræn orku­fyrir­tæki verið braut­ryðj­end­ur og einn­ig hafa svona samn­ing­ar orðið algeng­ari í lönd­um eins og Bret­landi og Banda­ríkj­un­um.

Lengsti vindorkusamningurinn til þessa er til 29 ára

Bestu norrænu dæmin um svona lang­tíma­samn­inga vind­orku­fyrir­tækja og stór­not­enda um raf­orku­við­skipti er raf­orku­sala til ál­fyrir­tækja í Noregi. Þar hafa bæði Alcoa og Norsk Hydro verið að gera samn­inga um kaup á miklu orku­magni frá vind­myllu­görð­um í Noregi og Svíþjóð. Nýjasti samn­ing­ur­inn af þessu tagi er jafn­framt sá sem var að slá met í gildis­tíma. Þar samdi Norsk Hydro um kaup á nálægt 800 GWst ár­lega frá 235 MW vind­myllu­garði í Sví­þjóð.

Norsk-Hydro-aluminum-smelter-norwayÞað er til marks um umfang þessa samn­ings að hann sam­svar­ar um 75% af allri raf­orku­notkun járn­blendi­verk­smiðju Elkem á Grund­ar­tanga. Og þessi nýjasti stóri vind­orku­samn­ing­ur í Skandinavíu er vel að merkja í takti við ýmsa aðra svip­aða samn­inga sem gerð­ir hafa ver­ið und­an­far­in misseri, nema hvað samn­ings­tím­inn þarna er óvenju lang­ur eða 29 ár. Tal­ið er að þetta sé lengsti samn­ing­ur um kaup á vind­orku sem gerð­ur hef­ur ver­ið í heim­inum til þessa.

Þróunin á Íslandi kann að verða svipuð

Þessi langi samn­ings­tími er mjög táknrænn fyrir það að tækn­in í vind­ork­unni er ekki að­eins að verða sí­fellt betri og ódýr­ari, held­ur eru vind­myll­urnar líka að verða ein­fald­ari í við­haldi. Nú eru vindmyllugarðar sem sagt álitnir bæði hagkvæmir og lítt áhættusamir í rekstri.

Til að unnt sé að nýta ódýra vind­orku í mikl­um mæli þurfa að vera fyr­ir hendi raf­orku­ver sem geta jafn­að út fram­leiðslu­sveiflur vind­myllu­garða. Í sum­um lönd­um eru það eink­um gas­orku­ver sem eru í því hlut­verki, en í Nor­egi og Sví­þjóð eru það stóru vatns­afls­fyrir­tækin sem sjá sér hag í því að sinna þess­um hluta raf­orku­mark­að­ar­ins.

Noway-wind-power-winterMeð svipuðum hætti og hjá norrænu frænd­um okkar er lík­legt að stóra ísl­enska vatns­afls­fyrir­tækið, Lands­virkjun, sjái hag í svona við­skipt­um. Það gæti bæði gerst með því að fyrir­tækið reisi sína eigin vind­myllu­garða og komi að samn­ing­um við önn­ur fyrir­tæki um vindorku­við­skipti og/eða verði í hlut­verki var­afls. Þarna eru ýmsir áhuga­verðir mögu­leikar.

Vegna ein­angrun­ar ísl­enska raf­orku­mark­að­ar­ins er senni­legt að hér verði þró­un­in ekki alveg með sama hætti og í Skandí­navíu. En það er næsta víst að lækk­andi kostn­að­ur vind­ork­unnar muni óhjá­kvæmi­lega hafa áhrif á orku­mark­að­inn hér, rétt eins og annars staðar.

Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði orkumála og vinnur m.a. að vindorkuverkefnum í samstarfi við evrópskt orkufyrirtæki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ketill

Hvað þyrfti margar vindmillur til að knýja stóriðjuna á Grundartanga?

Og hvað tæju þær vindmillur mikið landsvæði undir sig?

Gunnar Heiðarsson, 25.7.2018 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband