Fáfnir Viking verður Atlantic Harrier

Nú sér líklega loks­ins fyrir endann á sorgar­sög­unni um þjón­ustu­skipið Fáfni Viking. Íslenska fyr­ir­tæk­ið Fáfnir Off­shore pant­aði á sín­um tíma smíði á tveim­ur glæsi­legum þjón­ustu­skip­um fyrir olíu­iðn­að­inn. Þar var sam­ið við norsku skipa­smíða­stöð­ina Havyard í Fosna­vogi. En varla var blek­ið þorn­að á þeim samn­ing­um þeg­ar ljóst varð að sú fjár­fest­ing ís­lenskra einka­aðila og líf­eyris­sjóða kæmi ekki til með að ganga upp.

Fáfnir Offshore tók við fyrra skipinu, Polar­syssel, árið 2014 og lenti strax í vand­ræð­um með rekstur­inn vegna ónógra verk­efna fyrir skip­ið. Brátt varð ljóst að ekki yrði unnt að greiða að fullu fyrir smíði á hinu skip­inu, sem hafði ver­ið kall­að Fáfnir Viking.

Stjórn Fáfnis Off­shore ákvað að fá smíð­inni seink­að og greiða tafa­bæt­ur til skipa­smíða­stöðvar­innar. Um leið fékkst heim­ild Hav­yard til að færa ábyrgð­ina vegna pönt­unar skips­ins frá Fáfni Off­shore yfir í nýtt dótt­ur­félag, sem nefnt var Polar Mari­time. Van­efndir ís­lenska fyrir­tæk­is­ins urðu svo til þess að í upp­hafi árs 2017 rifti Hav­yard smíða­samn­ingnum.

Atlantic-Harrier-illustrationSíðan þá hefur skrokk­ur­inn af Fáfni Viking leg­ið í reiðu­leysi í Nor­egi, en þang­að var hann dreg­inn frá Tyrk­landi þar sem smíð­in átti sér stað. Það var svo loks fyrr á þessu ári (2019) að til­kynnt var að kaup­andi hafði fund­ist að skrokknum. Og nú hef­ur verið til­kynnt um að þar á ferð sé kana­díska þjón­ustu­skipa­út­gerð­in Atlantic Tow­ing.

Kana­díska fél­ag­ið fær full­búið skip­ið afhent á næsta ári (2020) og fær það nafnið Atlantic Harrier. Af ýmsum tilkynn­ingum um við­skiptin má ráða að kana­díska fél­ag­ið fái skip­ið ódýrt, en um leið lág­mark­ar Hav­yard tjón sitt af því að sitja uppi með skips­skrokk­inn enn­þá leng­ur. Og nú er þess­ari dap­ur­legu við­skipta­sögu vegna smíði Fáfnis Viking von­andi end­an­lega lok­ið.

Hvort ís­lenskt olíu­ævintýri vakn­ar á ný mun tím­inn leiða í ljós. En það er aug­ljóst að ís­lenska út­rás­in í þess­um geira olíu­vinnslu­þjón­ustu og út­gerð­ar varð því mið­ur ekki til fjár. Og því tæplega jafn „spennandi verkefni“ eins og sum­ir banka­menn hér full­yrtu síðla árs 2014.

Lær­dóm­ur­inn af þessu hlýt­ur að vera sá að Íslend­ing­ar og aðrir eiga að fara alveg sér­stak­lega var­lega þeg­ar ráð­ist er i fjár­fest­ing­ar í starf­semi sem við­kom­andi hafa litla sem enga reynslu af. Um leið er mikil­vægt fyrir Ísland að horfa til nýrra tæki­færa. En þá þarf fag­mennska og að­gætni að vera í fyrir­rúmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband