Vatnaskil í raforkuöflun

Um langt skeið hefur raforku­fram­leiðsla mann­kyns byggst á kol­vetnis­bruna, nýt­ingu kjarn­orku og nýt­ingu vatns­afls. Kol­vetnis­brun­inn er fyrir­ferða­mestur, þar sem kol og jarð­gas ásamt olíu hafa lengi verið og eru enn mikil­væg­ustu orku­gjaf­arnir til raf­magns­framleiðslu.

Flestum er kunnugt um skyn­semi þess að auka hlut­fall hag­kvæmra orku­gjafa sem valda minni meng­un­ar­hættu og losa minna kol­­oxíð út í and­rúms­loftið.

Þar hefur eink­um vatns­aflið reynst vel, enda eru hér á jörðu fjölda­margir efna­hags­lega hag­kvæmir vatns­afls­kostir. Vatns­aflið er þó tak­mark­að og vegna um­hverfis­áhrifa viljum við ekki nýta alla vatns­afls­kosti. Þar að auki dugar vatns­aflið engan veg­inn til að mæta sí­vax­andi raf­orku­þörf okkar. Jarð­varmi býð­ur enn síð­ur upp á mikla aukn­ingu virkjana. Lengi vel var mjög horft til kjarnorku sem framtíðarorkugjafa. En nýting kjarnorkunnar er um margt flókin og þar að auki hefur þetta reynst dýr tækni.

Það hefur sem sagt reynst erfitt að finna leið til að mæta vaxandi þörf á raforku; leið sem getur bæði talist hagkvæm og hefur lítil neikvæð umhverfisáhrif. Til allrar hamingju hafa fundist tvær mikilvægara lausnir til að mæta vaxandi raforkuþörf. Sem eru sólarorka og vindorka.

Vegna tækni­fram­fara og stærð­ar­hag­kvæmni hefur náðst að lækka kostnað mjög veru­lega í bæði sólar­orku- og vind­orku­tækni á til­tölu­lega skömm­um tíma. Nú er svo kom­ið að nýt­ing vind­orku á svæð­um með góð­ar vind­­stæð­ur er ódýr­asta tækn­in til að auka raf­orku­fram­boð. Og sama má segja um sól­ar­ork­una á þeim svæð­um þar sem sól­geislun er hvað mest.

Að auki bend­ir flest til þess að kostn­­ur­inn í bæði sól og vindi eigi eftir að lækka um­tals­vert á næstu árum. Einnig skipt­ir máli að á síð­ustu árum hef­ur náðst afar góð­ur árang­ur í að byggja stóra og til­tölu­lega ódýra raf­geyma, sem gerir nýt­ingu sólar- og vind­orku enn­þá hag­kvæmari enn ella.

Hreyfiafl-BNEF-raforka-fram-til-2050Að mati Bloomber New Energy Finance (BNEF) ger­ir þessi þró­un það raun­veru­lega mögu­legt að unnt verði að mæta sí­vax­andi raf­orku­þörf mann­kyns með ódýrri end­ur­nýj­an­legri orku, þar sem nýt­ing  sól­ar­orku og vind­orku verð­ur í lykil­hlut­verki (líkt og kem­ur fram á graf­inu hér til hliðar).

Sjálfsagt og eðlilegt er að við Íslend­ing­ar tök­um þátt í þess­ari þró­un og verð­um þann­ig með í að draga úr þörf mann­kyns á sí­vax­andi kol­vetn­is­bruna til raf­orku­fram­leiðslu. Sá sið­ferð­is­legi drif­kraft­ur er þó ekki eina ástæð­an fyrir því að Ísland taki þátt í þess­ari þró­un. Það er nefni­lega svo að vind­­stæð­ur á Ís­landi eru með hag­felld­asta móti til að fram­leiða raf­orku. Nýt­ing ís­lenskrar vind­orku veitir því óvenju góð tæki­færi til að efla efna­hags­lífið hér.

Það eru tæki­færi af þessu tagi sem höf­und­ur sá vera að skap­ast þeg­ar hann byrjaði af alvöru að huga að mögu­legri vind­orku­nýt­ingu á Íslandi. Það var svo fyrr á þessu ári (2019) að vind­orku­fyrir­tækið Zephyr Ice­land hóf starfsemi. Fram­und­an er upp­setn­ing vind­mastra á nokkrum stöð­um á land­inu, til vind­rann­sókna, ásamt ýmsum öðrum rann­sókn­um og athug­un­um á mögu­leikum ís­lenskrar vind­orku.

Í reynd hefur kostnaður vind­ork­unn­ar lækk­að enn­þá hrað­ar en bú­ist var við og um leið hefur sí­fellt blás­ið betur á alþjóða­vett­vangi fyrir meiri nýt­ingu vind­orku til að auka hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku. Ekki síður áhuga­vert er að nýt­ing vind­orku hentar að ýmsu leyti mjög vel fyrir litla ís­lenska raf­orku­kerfið, því vind­myllu­garðar af hóg­værri stærð eru um margt ein­fald­ari og áhættu­minni verk­efni en nýjar stór­ar vatns­afls­virkj­an­ir eða jarð­varma­virkj­anir. Það blæs sem sagt byr­lega fyrir íslenska vindorku. Og brátt veður meira að frétta af fyrstu verk­efnum Zephyr Iceland.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Zephyr á Íslandi


Bloggfærslur 4. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband