Norðmenn fjárfesta í íslenskum vindi

Norska vindorkufyrirtækið Zephyr hefur stofnað dóttur­fyrir­tæki á Íslandi; Zephyr Ice­land. Mark­miðið er að reisa hér vind­myllur og vind­myllu­garða og bjóða um­hverf­is­væna raforku á hag­kvæmu og sam­keppn­ishæfu verði. Í þessu skyni hyggst fyrir­tækið á næst­unni m.a. verja veru­leg­um fjár­mun­um til rann­sókna á vind­að­stæð­um á Íslandi.

Norsk sveitarfélög og fylki

Norska Zephyr er í eigu þriggja norskra vatns­afls­fyrir­tækja. Þau eru Glitre Energi, Vard­ar og Øst­fold Energi. Þessi þrjú fyrir­tæki eru öll í eigu norskra sveit­ar­fél­aga og fylkja. Fram­kvæmda­stjóri Zephyr á Íslandi er Ketill Sigur­jóns­son, sem jafn­framt er hlut­hafi í fyrirt­ækinu.

Meira en 500 MW í rekstri

Zephyr hefur verið leiðandi í nýt­ingu vind­orku í Noregi og hefur þeg­ar reist meira en 300 MW af vind­afli þar í landi. Sú fjár­fest­ing jafn­gildir meira en 35 milljörð­um ís­lenskra króna. Fyr­ir­tækið er nú að reisa þar nýjan 200 MW vind­myllugarð og verður því senn með um 500 MW af vindafli í rekstri. Það jafngildir raf­orku­notkun um 75 þúsund norskra heimila.

Öflugir samstarfsaðilar

Zephyr býr yfir mikilli tæknilegri þekkingu og víðtækri reynslu á öllum þáttum vind­orku­verk­efna og nýtur góðra viðskiptasambanda við ýmsa sterka fjárfesta og fyrirtæki. Meðal nokk­urra helstu við­skipta­vina Zep­hyr í verkefnum fyrirtækisins fram til þessa eru álfram­leið­and­inn Alcoa, fjár­fest­inga­fyrir­tækið Black Rock og tæknirisinn Google.

Zephyr-Tellenes-wind-parkVið stofnun Zephyr Iceland var eftirhafandi haft eftir stjórnarmönnum félagsins:

Olav Rommetveit, forstjóri norska Zephyr og stjórnarformaður Zephyr á Íslandi: Ísland býr yfir geysilega góðum vindaðstæðum og jafnvel enn betri en eru í Noregi. Ég er afar ánægð­ur með þá ákvörðun stjórnar Zephyr að Ísland verði fyrsti markaður okkar utan Nor­egs. Vindurinn á Íslandi, ásamt sveigjanleikanum sem íslenska vatnsaflskerfið býr yfir, skap­ar Íslandi óvenju gott tækifæri til að nýta vindorku með ennþá hagkvæmari hætti en í flest­um öðrum löndum. Samhliða því að íslensk vindorka getur aukið hagsæld á Ís­landi, munu verkefni Zephyr Iceland skapa nýjar tekjur fyrir bæði landeigendur og sveitarfélög.

Morten de la Forest, stjórnarmaður í Zephyr á Íslandi:

Zephyr hefur undanfarið kannað íslenska raforkumarkaðinn ítarlega, ásamt viðeigandi lög­gjöf og stefnu stjórnvalda. Fyrirtækið sér áhugaverð tækifæri til nýt­ing­ar vindorku á Ís­landi og sterkar vísbendingar eru um að íslensk vindorka verði sam­keppnis­hæf við bæði vatns­afl og jarðvarma. Íslenska vind­orku­fyrir­tækið Zephyr Iceland mun njóta góðs af sér­þekk­ingu og reynslu norska móð­ur­félagsins og hefur alla burði til að þróa hér verkefni sem munu reynast bæði hag­kvæm og umhverfisvæn.

Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi:

Á síðustu árum hefur vindorka orðið sífellt ódýrari og hagkvæmari. Það er því sann­ar­lega  tíma­bært að byrja að nýta vindinn hér á Íslandi til raforkuframleiðslu og þannig stuðla að enn sterkari sam­keppnishæfni Íslands. Um leið er afar hvetjandi að hafa feng­ið svo öflugt og reynslu­mikið fyrirtæki til samstarfs sem norska Zephyr er. Rétt eins og í verkefnum Zep­hyr í Noregi, mun Zephyr Iceland leggja höfuð­áherslu á vandaðan undirbúning verk­efna og góða upplýsingamiðlun, enda er mikil­vægt að breið sátt ríki um uppbyggingu af þessu tagi. Fram­tíð Íslands er vindasöm og björt í senn.

-------

Nánari upplýsingar veitir Ketill Sigurjónsson (s. 863 8333). Starfsstöð Zephyr Iceland er að Kalk­ofnsvegi 2 við Hafnartorg í Reykjavík. Myndin hér að ofan sýnir vindmyllugarðinn Tellenes, sem Zephyr lauk við sumarið 2017. Hann er 160 MW og er öll raforkan seld til Google með langtímasamningi.


Frá Reins til Rivian

Rafmagnsbílum fer fjölgandi og verða sí­fellt betri. Í síð­ustu grein hér var rak­ið hvern­ig Nor­eg­ur er í far­ar­broddi raf­bíla­væð­ing­ar­inn­ar. Kannski mun­um við brátt sjá svip­aða þró­un hér á Ís­landi. Og kannski get­um við meira að segja bráð­um rennt inn á há­lendið - á rafmagns­jeppa!

Biðin eftir alvöru rafmagnsjeppa

Sá sem þetta skrifar hefur litið raf­bíla horn­auga. Eink­um vegna þess að drægi þeirra er ekki enn orðin nóg. þ.e. ekki enn­þá unnt að aka mjög langt án þess að end­ur­hlaða. En líka  vegna þess að enn eru ekki komn­ir fram raun­veru­leg­ir hag­kvæm­ir raf­magns­jepp­ar. Það kann þó að vera að breyt­ast. Og þar er kannski áhuga­verð­ast­ur bíll sem kall­ast Rivian. Þetta er ansið lag­leg­ur jeppi, sem á að geta far­ið um 600 km á einni hleðslu.

Flottur rafmagnsjeppi dregur að sér fjárfesta

Það er athyglisvert að ­ver­ið setti Ford 500 millj­ón­ir doll­ara í þróun Rivian. Og ör­­um mán­­um fyrr fjár­festi Amazon fyrir 700 mill­jón­ir doll­ara í Rivian. Það eru sem sagt marg­ir öfl­ug­ir að veðja á Rivian.

Rivian-green-2Rivian jeppinn er hug­ar­smíð ungs verk­fræð­ings,Robert J. Scaringe, sem hef­ur nú unn­ið að und­ir­bún­ingi Rivian í heil­an ára­tug. Og nú virð­ist sem draum­ur­inn sé loksins að verða að veru­leika. Fyrsti Rivian jepp­inn á að verða af­greidd­ur til kaup­anda á næsta ári (2020).

Rivian minnir á gamla góða græna Reinsinn

Greinarhöfundur er tals­vert spennt­ur fyrir þessum Rivian. Ekki bara af því þarna er um að ræða flott­an bíl og mik­il­væg tíma­mót í bif­reiða­fram­leiðslu. Það er nefni­lega svo að þessi græni Rivian minn­ir töluvert á gamla góða Reinsinn. Sem var árgerð 1971 og trygg­ur far­ar­skjóti fjöl­skyld­unn­ar í yfir ald­ar­fjórð­ung og meira en 400 þúsund km.

Range Rover var sann­kall­­ur tíma­móta­jeppi fyr­ir næst­um fimm­tíu ár­um. Og kannski er nú loks að koma að því að fall­egur og stíl­hreinn raf­magns­jeppi líti dags­ins ljós. En mun hann end­ast jafn vel og fyrsta týpan af Range Rover?


Rafbílabyltingin orðin að raunveruleika?

Er rafbílabyltingin loks brostin á? Hinn hag­kvæmi raf­magns­bíll hef­ur ans­ið lengi ver­ið rétt hand­an við horn­ið. Það þekkj­um við vel; við sem horfð­um af áfergju á Nýjustu tækni og vísindi hér í Den. Það er a.m.k. svo að í minn­ing­unni finnst grein­ar­höf­undi sem hann hafi horft á hverja raf­bíla­frétt­ina á fæt­ur ann­arri í þeim ágætu þátt­um fyrir margt löngu. Og að raf­bíla­bylt­ing­in hafi lengi verið alveg við það að bresta á.

Raf­bíla­tækn­inni hefur fleygt mjög fram á síð­ustu árum. Engu að síð­ur eru raf­bílar enn dýr­ari en hefð­bundn­ir bíl­ar með bruna­hreyf­il. En þetta er að breyt­ast hratt og mögu­lega mjög stutt í að kostn­­ur­inn verði svip­­ur og jafn­vel að raf­magns­bíl­arnir verði ódýr­ari en þeir hefð­bundnu. Það á þó enn eft­ir að koma í ljós hvort líf­tími stóru raf­hlaðn­anna upp­fylli kröf­ur neyt­enda um lang­an akst­urs­tíma. Einn­ig er enn óvíst hversu drægi hreinna raf­magns­bíla, þ.e. bíla sem hafa ein­ung­is raf­mót­or, kem­ur til með auk­ast hratt.

Síðustu árin hefur raf­magns­bílum fjölg­að veru­lega og það eru sí­fellt fleiri sem nú spá því að þess hátt­ar bíl­ar taki senn yfir fólks­bíla­mark­­inn. Það er samt óvíst hversu hratt raf­bíla­væð­ing­in mun ganga. Sá sem þetta skrif­ar mun t.a.m. lík­lega ekki kaupa sér raf­bíl fyrr en drægn­in á þokka­lega hag­kvæm­um raf­bíl verð­ur orð­in a.m.k. 400 km. En hver hef­ur sinn smekk. Í þess­ari grein er fjall­að um raf­magns­bíla og sér­stak­lega lit­ið til hinn­ar hröðu út­breiðslu raf­bíla í Nor­egi. Kannski mun­um við brátt sjá svip­aða þró­un hér á Íslandi.

Rafmagnsbílar brátt ódýrari en hefð­bundnir bílar

Vegna sífellt betri og ódýrari raf­geyma, auk þess sem sí­fellt fleiri bíla­fram­leið­end­ur eru að koma með nýja raf­magns­bíla, fer fram­leiðslu­kostn­­ur raf­magns­bíla hratt lækkandi. Vís­bend­ing­ar eru um að við nálg­umst nú mjög þau mik­il­vægu vatna­skil þeg­ar raf­­bíll­inn verð­ur ódýr­ari en hef­bundn­ir sam­bæri­leg­ir bíl­ar með sprengi­hreyf­il. Sam­kvæmt Bloom­berg New Energy Finance (BNEF) eru senni­lega ein­ung­is þrjú ár í að raf­magns­bíl­ar verði ódýr­ari en hefð­bundnir fólks­bíl­ar með bruna­hreyf­il. Um leið og það ger­ist gæti raf­magns­bíll­inn nán­ast yfir­tek­ið fólks­bíla­mark­­inn á undra­skömm­um tíma. Því um leið og raf­bíll­inn verð­ur hag­kvæm­asti kost­ur­inn mun fjöld­inn velja raf­bíl.

Skilgreiningar á rafbíl: Bara BEV eða líka tvinnbílar?

Áður en lengra er mikilvægt að muna að raf­magns­bíl­um er skipt í nokkra flokka. Helstu skil­grein­ing­ar sem gott er að kunna deili á eru BEV, PHEV og HEV. Í reynd eru þetta tveir megin­flokk­ar; hreinir raf­bíl­ar ann­ars veg­ar og tvinn­bíl­ar hins vegar. En sök­um þess hversu lítla drægni tvinn­bílar hafa á raf­hleðsl­unni, kann að vera hæp­ið að skil­greina slíka bíla sem raf­bíla. Þó svo það sé oft gert.

BEV er hinn eini sanni rafbíll

BEV stendur fyrir Battery Electric Vehicle. Slík­ar bif­reið­ar eru með raf­mót­or og ekki með bensín- eða dísel­vél (sem sagt ekki með bruna­hreyfil). Þeir eru hlaðn­ir raf­magni með því að stinga þeim í sam­band með raf­magns­tengli. Þeg­ar slík­ur bíll verður raf­magns­laus kemst hann ekki lengra. 

BEV eru sem sagt óháð­ir hefð­bundnu elds­neyti og frá þeim kem­ur því hvorki kol­tví­sýr­ing­ur né ann­ar óæski­leg­ur út­blást­ur. Um leið skipt­ir miklu, út frá um­hverf­is­sjón­ar­mið­um, hvern­ig raf­magn­ið sem bíll­inn not­ar er fram­leitt. Raf­bíll sem í reynd gengur á kola­orku er lítt um­hverf­is­vænn, ólíkt raf­bíll sem keyr­ir á raf­orku frá t.d. vind­myll­um eða vatns­afls­virkj­un. Bíl­ar sem flokk­ast sem BEV eru af ýms­um teg­und­um, en þeir þekkt­ustu eru lík­lega Niss­an Leaf og Tesla.

Tvinnbílar (PHEV og HEV)

Hinn flokkur raf­bíla eru bílar sem bæði ganga fyrir raf­magni og elds­neyti; eru sem sagt bæði með raf­mótor og með bruna­hreyfil. Á ensku nefn­ast þeir HEV, sem stend­ur fyrir Hybrid Electric Vehicle. Á ís­lensku eru þess­ir bíl­ar nefnd­ir tvinn­bíl­ar. Bif­reið­ar af þessu tagi eru ýmist með bún­að til að stinga þeim í sam­band eða að geym­ir­inn fyrir raf­mót­or­inn fær ein­ung­is hleðslu þeg­ar bíll­inn er á ferð. Fyrr­nefnda út­færsl­an kallast PHEV sem stend­ur fyrir Plug-in Hybrid Electric Vehicle, en á ís­lensku er þá tal­að um tengil­tvinn­bíla.

Tvinnbílar geta ekki ekið mjög langt á raf­hleðsl­unni, enda eru þeir ekki með eins öfl­ug­an raf­geymi fyrir akst­ur­inn eins og BEV.  Engu að síð­ur geta svona bílar dreg­ið veru­lega úr elds­neyt­is­notk­un, t.d. ef þeim er al­mennt ekið stutt­ar vega­lengd­ir (eins og t.d. í og úr vinnu). Raf­hleðsl­an dug­ar vel fyrir slík­an akst­ur. Ef ráð­ist er í  lengri ferð­ir á tvinn­bíl tek­ur bensín­vél­in (eða dísel­vélin) við þeg­ar raf­hleðsl­an er búin. Dæmi um teng­il­tvinn­bíla eru t.d. Chevro­let Volt og Mitsu­bishi Out­lander. Og þekkt­asti tvinn­bíll­inn er lík­lega Toyota Prius.

Loks má minna á að bíl­ar koma einn­ig í þeirri út­færslu að vera með efna­rafal, sem breyt­ir eld­sneyti í raf­magn. Þar eru vetn­is­raf­alar hvað athygl­is­verð­ast­ir og dæmi um slík­an bíl er breski River­simple. Vetn­is­bíl­ar virð­ast þó eiga und­ir högg að sækja og telj­ast vel að merkja ekki til rafbíla.

Rafbílavæðing Norðmanna fyrirheit um það sem koma skal?

Það sem einkum hefur haldið aftur af fjölg­un raf­bíla er sú stað­reynd að þeir eru eða hafa a.m.k. lengst af ver­ið tölu­vert dýr­ari en hefð­bund­inn fólks­bíll af svip­aðri stærð. En í lönd­um þar sem raf­bílar njóta  stuðn­ings hins opin­bera, svo sem með af­námi virð­is­auka­skatts og ýms­um öðrum fríð­ind­um, virð­ist fólk mjög gjarn­an velja raf­magns­bíl frem­ur en þann hefð­bundna. Þar er Nor­eg­ur gott dæmi.

Árið 2018 voru hreinir raf­magns­bílar (BEV) um þriðj­ung­ur allra nýrra seldra fólks­bíla í Noregi! Og þeg­ar horft er til allra nýrra fólks­bíla með raf­mót­or, þ.e. bæði þeirra bíla sem ein­ung­is ganga fyrir raf­magni og tvinn­bíla, var mark­aðs­hlut­deild þess­ara bíla um 50% það ár í Nor­egi. Þar í landi var sem sagt ann­ar hver seld­ur fólks­bíll raf­bíll árið 2018 (þeg­ar not­uð er víð­tæk­ari skil­grein­ing­in á raf­bílum).

Norðmenn vilja Teslu, en hvað vilja Íslend­ing­ar?

Salan á rafmagns­bílum í Noregi sló svo enn eitt metið nú í mars s.l. (2019). Þeg­ar næst­um 60% af öll­um seld­um nýj­um fólks­bíl­um voru hrein­ir raf­bílar (BEV)! Þar af var helm­ing­ur­inn af gerð­inni Tesla Model3! Sem merk­ir að næst­um því þriðj­ung­ur af öll­um nýj­um seld­um fólks­bíl­um í Nor­egi í mars var Tesla. Norð­menn eru ber­sýni­lega óðir í Teslu. Og nú hefur Tesla aug­lýst eftir starfs­fólki á Ís­landi. Kannski mun Tesla­versl­un hér­lend­is koma meira skriði á ís­lenska raf­bíla­væð­ingu. Fyll­ast göt­ur borg­ar­inn­ar og kaup­staða Ís­lands brátt af Teslum líkt og ver­ið hef­ur að ger­ast í Noregi?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband